Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Blaðsíða 8
# Fjölskyldan sem ég var hjá
Ferðasaga Jamboree 1991
Ferðalag mitt til Kóreu á 17. alheims-
mót skáta hófst 29. júlí, en þá fór ég með
Herjólfi til Reykjavíkur. Þar hitti ég ferða-
félaga mína sem voru 15 talsins.
Það fyrsta sem við gerðum saman var
að fara á Hard Rock og má segja að það
hafi verið gegnumgangandi alla ferðina
að fara á helstu skyndibitastaðina. Þann
31. júlí fórum við til Londun og gistum
þar eina nótt á Baden Powell farfugla-
heimilinu. í London náðum við aðeins að
skoða höll drottningarinnar og fara á
náttúrugripasafnið en það var engu að
síður skemmtilegt.
Daginn eftir, 1. ágúst, flugum við til
Seoul. Það flug tók 12 tíma. í flugvélinni
byrjaði svo hrísgrjónaátið og þegar ég
loks komst til Seoul þá fannst mér alltof
heitt og rakt. Við hittum strax kóreanska
skáta og fórum með þeim þangað sem
okkur var ætlað að gista. Þá kynntist ég
Lim, stelpunni sem ég átti að gista hjá
eina nótt. Þessir skátar sem við kynnt-
umst voru svo með okkur næstu þrjá
daga.
Þarna var allt ofsalega öðruvísi, fólkið
allt svo kurteist og stjanaði í kringum
mann. Þegar ég gisti hjá Lim og fjöl-
skyldu hennar voru þau alltaf að gefa
mér gjafir eða gera eitthvað fyrir mig.
Seinnipart 4. ágúst fórum við á Olympíu-
hótel. Ég verð að segja það að þó ég hafi
aðeins verið hjá Lim í þrjá daga, þá var
mjög erfitt að kveðja hana.
Á hótelinu gistum við í 4 nætur og á
meðan á þeirri dvöl stóð fór hópurinn í
helstu verslunargötu Seoul, meirihlutinn
eyddi mestu af peningunum sínum, enda
má segja að þetta hafi verið mjög
ákveðnir sölumenn.
Eftir sjö tíma keyrslu, þann 7. ágúst,
komum við á mótið. Daginn eftir vaknaði
ég um kl. sex. Það var glampandi sól og
ég var viss um að þetta yrði yndislegur
dagur. Þá var ég látin ná í matinn,
auðvitað var það ekkert mál, en maturinn
sjálfur var ekkert lystugur. Hann var allt
öðruvísi en maður er vanur að borða.
Þennan dag var mótið sett. Það var
st.órfengleg og eiginlega ólýsanleg
setning. Þarna voru rúmlega 19. þúsund
skátar samankomnir frá 135 löndum.
Næstu 9 dögum eyddum við á alheims-
mótinu. Þar sem það eru nokkrir sem alls
ekki vita hvað gert er á skátamótum,
hvað þá alheimsmótum, þá ætla ég að
reyna að segja frá því. Á öllum mótum
eru svokallaðir póstar, þ.e. allskonar
• Séð yfir meirihluta mótssvæðisins
8
SKÁTABLAÐIÐ FAXI