Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Blaðsíða 10

Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Blaðsíða 10
Skátar á léttu nótunum Fullt nafn: Borgar Guðjónsson Hæð: 1,51, mjög stór en án gríns 1,73. Hvernig fannst þér í skíðaferðalaginu: Það var skemmtilegast þegar ég ældi. Ertu klár á skíðum: Já, öfga (betri en Halldór, ha, ha.). Hver er staða þín í skátunum: Ég veit það ekki, dróttskáti. Hvernig lýst þér á skátana hér í Vest- mannaeyjum: Ljótir, nei, ekki mjög stundvísir. Ætlar þú á Landsmót skáta 1993: Já, ef það verður ekki búið að reka mig. Fórstu á Landsmót skáta 1990: Já, þvi miður. Tekur þú sjálfur til í herberginu þínu eða gerir mamma þín það: Bíddu að- eins, já, já, já. Af hverju höldum við páska: Af hverju!!! Nú svo tannlæknarnir hafi eitthvað að gera og líka útaf því að það skeði eitthvað hjá Jesú. Færðu páskaegg - nr. hvað - hvaða tegund: Já örugglega vonandi nr. sex. Auðvitað nóa og Síríus útaf því að Mónu er vont. Getur þú sagt okkur einhvern brandara að lokum: Já, já, já, mikil ósköp. Hvað er rautt og lítið úti í horni og minnkar stöðugt? Svar: Ungabarn að leika sér með ostaskera. P.s. Ég meina ekkert með því að skátar séu ljótir. Borgar Guðjónsson Linda María Jóhannsdóttir Fullt nafn: Linda María Jóhannsdóttir. Hæð: 1,74. Starfar þú vel í skátunum: Nei, ég held nú ekki, ekkert voðalega mikið. Eru þetta skemmtilegir krakkar sem þú ert með: Ágætir. Ætlar þú á Landsmót skáta 1993: Já. Fórstu á Landsmót skáta 1990: Nei. Ertu góður kokkur: Nei, (ha, ha, ha). Hvað ertu búinn að vera lengi í skátun- um: Ég veit það ekki, 3 ár held ég. Hver er þínframabraut í lífinu: (Félags- foringi skáta): Veit það ekki. Nei, ég stefni ekki að því að verða félagsforingi. Getur þú sagt boðorð nr. 6: Nei. (Hún er að fara að fermast þann 24. maí). Færðu páskaegg - nr. hvað - hvaða tegund: Já, ég veit ekki nr. hvað. Ég fæ Nóa Síríus. Eitthvað spaug að lokum: Uppáhalds- brandarinn minn er. Hvað segirðu gott? Ha-ni (Hani). Ha, ha,ha. 1 o SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.