Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Blaðsíða 17
Töffarar
Vofur
• Töffarar: Kjartan, Jóhann, Ástþór, Guðni, Sæþór, Friðþjóf- • Vofur: Sigríður Inga, Ásta, Sigríður, Ragnheiður, Helga. Á
ur, Siggi. myndina vantar Lilju og Maríu.
Köflóttir klútar
• Köflóttir klútar: Ingibjörg, Alla Hanna, Nanna. Á myndina
vantar Þóreyju og Jenný.
• Refir: Ármann, Einar, Siggi, Bjöggi, Frosti, Kolli, Sindri,
Laugi. Á myndina vantar ölla.
Dróttskátanámskeið á Úlfljótsvatni
Haldið var grunnnámskeið á Úlfljóts-
vatni fyrir skáta á aldrinum 15 ára og
eldri og var markmið þessa námskeiðs
að undirbúa skáta fyrir starf í dróttskáta-
sveit. Tilgangur okkar með þessari
fræknu ferð var að endurvekja drótt-
skátasveitina Vestmenn sem ekki hefur
verið starfandi um hríð.
Að kvöldi 24. janúar 1992 voru flestir
þátttakendur námskeiðsins mættir í
Skátaríkið að Snorrabraut 60 og eftir að
við höfðum fengið að snæða pizzuieifar
nokkurra fundargesta, sem voru þar,
lögðum við af stað áleiðis til Úlf-
ljótsvatns. Við vorum sex, Halldór,
Þorbjörn, Erla, Hjálmar, Magnús og Elva,
sem vorum frá Eyjum, af 20 manna hópi
þátttakenda. Leiðbeinendur voru Guð-
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
mundur Pálsson, Hulda Guðmundsdótt-
ir, Sigurður Guðleifsson og Júlíus Aðal-
steinsson og hófst námskeiðið stundvís-
lega kl. 22:00 með setningu og kvöld-
vöku. Laugardaginn 25. janúar átti að
vera ræs kl. 8:00 en eitthvað fór það úr
skorðum en þó komust alhr á réttum
tima í morgunmat. Eftir morgunmatinn
var fánaathöfn og réttarhöld um hvort
Dróttskátastarfið ætti rétt á sér, sem
okkar flokkur vann. Eftir hádegismatinn
fórum við í markarferð í ágætis veðri en
endir þeirrar ferðar var ekki nógu góður
þar sem Hjalli, Maggi og Erla duttu óvart
ofan í læk á leiðinni. Seinna um daginn
fengum við ýmiskonar verkefni sem við
þurftum að leysa-. Eftir kvöldmatinn og
kvöldvökuna fórum við í næturleik sem
var mjög skemmtilegur og að sjálfsögðu
unnum við þó að við værum færri. Eftir
morgunverðinn á sunnudeginum hlýdd-
um við á fyrirlestur um hvernig við
eigum að vinna að Forsetamerkinu og
sáum myndband frá Alheimsmóti skáta
sem haldið var í Kóreu 1991. En eftir
hádegisverðinn sem var örugglega besta
máltíðin sem við höfðum fengið (nefni-
lega pizzur) vorum við látin þrifa skálann
sem við höfðum eytt helginni í og látin
gera endurmat á námskeiðinu. Komumst
við flest að þeirri niðurstöðu, eftir á, að
þetta hefði verið ágætt námskeið og
mjög fræðandi og starfar nú Dróttskáta-
sveitin Vestmenn með ágætis árangri
undir okkar leiðsögn.
|^f ^tamarsskód
17
þon O.i. . c~
- V • • ^estTrr.nnaeytum - Sími Qó