Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Síða 21
9 Einar Valur Bjarnason
Eg er ennþá í skátunum
Einar Valur Bjarnason í stuttu spjalli:
Hvenær byrjaðir þú í skátunum?
Ég byrjaði 1946, 14 ára gamall. Þú gast
ekki komið og sagst ætla að verða skáti.
Stundum var tekið inn árlega og stund-
um annað hvert ár, allt eftir því hvort
voru til foringjar til að taka við.
Hvað varstu lengi í skátunum?
Ég er það ennþá. Ég er í flokki sem er
nú að halda uppá 50 ára afmæli og ætlum
við af því tilefni að fara til Parísar í vor,
það er flokkur sem heitir Útlagar. Þar
kom ég inn 1949, þegar ég fór til Reykja-
víkur í skóla. Þá höfðu þeir starfað í sjö
ár. Þetta voru allt upprunalegir stofnend-
ur Faxa og gamlir skátar úr Eyjum, sem
að stofnuðu flokk 1942. Þeir voru flestir í
skóla eða fluttir búferlum til Reykjavíkur
og söfnuðu saman vestmannaeyskum
skátum þegar þeir fluttu til Reykjavíkur.
Flestir í skóla, vinnu eða eitthvað slíkt.
Ég fór í Útlaga þegar ég fór í skóla til
Reykjavíkur og hef starfað með þeim
allar götur síðan.
Hverjir voru þeir eftirminnilegustu
sem störfuðu með þér í flokki?
Það voru nú margir sem voru með mér
í skátaflokki. Ég var fyrst í flokki sem hét
Ernir og var þar flokksforingi Gísli Sig-
urðsson kennari á Selfossi. Sá flokkur
leystist nú upp fljótlega. Fór ég þá í flokk
sem hét Fákar. Þar var Hafsteinn
Ágústsson, Happi í Varmahlið, flokksfor-
ingi. Aðrir í flokknum voru Óskar Þór
Sigurðsson sem er skólastjóri á Selfossi
núna. Einar Erlendsson, trésmiður,
Garðar Ásbjörnsson og Sigurður Guðna-
son netagerðarmaður. Hafsteinn og Ósk-
ar voru jafnframt forvígismenn Faxa,
Óskar var flokksforingi og Hafsteinn
deildarforingi, þannig að þetta var
kannski kjarninn úr karladeild Faxa því
að stelpurnar voru komnar inn á þessum
tíma. Þar voru Guðný á Gjábakka, Jako-
bína fyrrverandi kona mín og fleiri ágæt-
ar konur.
Hvernig líkaði þér í skátunum?
Mér líkaði að sjálfsögðu vel því þetta
var í rauninni þannig félagsskapur að við
lifðum fyrir hann á þessum árum.
Skátarnir voru númer eitt, skólinn númer
tvö og heimilið númer þrjú.
Hvernig líst þér á skátastarfið í dag?
Mér líst vel á skátastarfið en ég þekki
nú voða lítið til þess. Það eina sem ég
þekki til skátastarfsins í dag er í gegnum
strákinn minn sem er í hjálparsveitinni
en þar er bara verið að vinna ailt aðra
hluti. Mér finnst vanta tengslin á milli
hjálparsveitarinnar og skátanna. Þegar
ég var í þessu þá var þetta allt frá yngstu
nýliðunum og upp í okkur sem þóttumst
vera orðnir nokkuð þroskaðir og upp í
fullorðið fóík. Núna finnast mér vera skil
þarna á milli. Það er annarsvegar skáta-
starfið svokaUaða og hins vegar hjálpar-
sveitin. Ég hefði viljað sjá meiri tengsl
milh hjálparsveitarinnar og skátanna en
óg get voða lítið sagt um yngri flokkana
því ég þekki ekkert til starfs þeirra.
Hvernig var starfið þegar þú varst í
skátunum?
Það var mikið starf en árangurinn var
nú ekki alltaf mikill. Á veturna voru nú
fundir, flokksfundir, sveitarfundir, deild-
arfundir og fleira. Stundum skemmtanir
og skátaballið svokallaða var nú alltaf
vinsælt og mikið í það lagt yfirleitt. Það
sem háði okkur var húsnæðisleysi, við
áttum eiginlega hvergi heima.
Fyrsta húsnæðið sem skátafélagið
fékk voru gömlu kamrarnir við Barna-
skólann og þegar skátarnir höfðu lagt í
kamrana nokkra vinnu, þ.e. hreinsa og
taka þá í gegn voru þeir teknir af þeim.
Þann tíma sem ég var skáti þá vorum við
alltaf að berjast í húsnæði. Við fengum
inni hjá Gagnfræðaskólanum sem þá var
í Breiðabliki. Á sumrin höfðum við
Hraunprýði, skátaskála vestur í hrauni,
og þar var alltaf komið saman á hverju
mánudagskvöldi og alltaf verið að vinna
við skógrækt en það hafðist nú lítið út úr
því. En aðalatriðið var að þarna komum
við saman og héldum varðeld og gerðum
ýmislegt okkur til gamans.
1948 var haldið skátamót á Þingvöllum
og fóru ansi margir á þetta mót.
Eitthvað að lokum?
Ég vona bara að skátastarfið eigi
framtíð fyrir sér. Það hlýtur að taka
breytingum eins og annað. Ég sé a.m.k.
ekki eftir þeim tíma sem ég varði í
skátastarið og hann var ómældur.
R.Þ.R. - E.G.
SKATABLAÐIÐ FAXI
21