Skátablaðið Faxi - 01.12.1993, Síða 6

Skátablaðið Faxi - 01.12.1993, Síða 6
6 SKATABLAÐIÐ FAXI Landsmót skáta 24. júlí til 1. ágúst 1993: Skátar I>ann 24. júlí 1993 fóru hressir skátar frá Vestmannaeyjum á Landsmót á Akureyri. Þurftum vió að ferðast mjög langa leið til að kontast á þennan fyrirheitna stað, Kjamaskóg. Við Vestmannaeyingarnir völdum stystu en erfiðustu fæm leiðina norður. Sú leið var yfir Kjölinn. Við stoppuðum á mörgunt fræguni stöðum og skoðuðum hið fræga Island. A Ieióinni var mikill glaumur og gleði innan hópsins en þegar líða tók á kvöldið fóm augnalokin að síga á allflestum. Þegar nálgast fór Kjarnaskóg lifnaði yfir ntannskapnum. Var sungið hátt restina af leiðinni. Er við komum í Kjamaskóg vomm við svo heppin að fá rigningu á okkur þegar við tókum út dótið okkar. Var þá keppst við að konta dótinu í skjói og tjöldunum upp, svo hægt væri að fara að lúra okkar fagra svefn í gren- jandi rigningu sent átti eftir að há okkur niest allt niótið. Daginn eftir áttum við von á því að sólin brosti við okkur er við stigum út úr okkar blautu tjöldum. En það fór aldeilis ekki svo því veöurguðimir vom okkur ekki hliðhollir og sendu okkur rigningu. (Enginn er verri þótt hann'vökni sagði skátinn og dmkknaði). Þennan santa dag var setning þessa skemmti- lega móts sem allir höfðu beðið eftir. Setningin var bæði frumleg og framandi og fólst í því að konta stómm bolta sent var "Veröldin” á réttan stað. Að setningu lokinni var hafist handa við að reisa tjaldbúðina. Byggingarvinnan stóð langt fratn á kvöld og einnig ntegnið af morgninum á eftir. Dagskrá mótsins var skipt í veraldir. (Veröldunum verður lýst í grein hcr á eftir). Fómm við í veraldimar næstu daga á eftir og unnum verkefni þar og leystum þrautir. Skemmtu allir sér ntjög vel í flestum verk- efnum þrátt fyrir rigningar sull sent hmndi niöur mest allan tímann. Kontu suntir oft blautir og dmllugir heint í tjaldbúð og var þá annað hvort hlýjað sér í eldhústjaldinu eða bara farið aftur út í leik nteð öðrum skátum. Þess ntá svo til gantans geta að skátafélagið Faxi fékk tvenn tjaldbúðarverlaun á mótinu. Ekki heppnaðist allt mótið vel. Væri hægt að fylla ntargar blaðsíður af mistökum sent gerðust á þessari viku. Hér á eftir segjunt við frá nokkmnt þeirra þannig að þið sjáið að við skátamir emm bara ntannlegir. Til að mynda var það einn hópurinn sent týndist í Akur- eyrarferð en rataði síðan sína leið. Þetta var þó ekki í eina skiptió sent skátar úr Eyjunt týndust því tvær ungar stúlkur týndust eitt kvöldið inní skógi og fundust þær eftir ntikla leit. Flokkurinn Refimir kveikti eld nteð ntiklum tilþrifunt í landskeppninni. Það endaði nteð óskitpum því þeir fengu næstuni því “reykeitmn”. í ferðaveritld fóm tveir hópar í rútuferó unt Eyjafjtirð. Þar var gantall og gttður leiðsöguntaður sent vildi fræða þau um Eyjafjörð. Vom þau svo þreytt að þau sváfu og sváfu á meðan maðurinn talaði og talaði. Enda skiljanlegt því erfiðir dagar vom að baki. Jæja svo að lokum var einn ungur drengur sem var að höggva nteð öxi og var búið að segja honum hvemig hún væri notuð. Ekki notaði hann hana rétt enda endaði það eru mannlegir Tveir ráðríkirfararstjórar, Armann og Högni. þannig að hann hjó í sjálfan sig þ.e. í legginn og var hann sendur á sjúkrahús þar sem bundið var unt sárið. Sunnudaginn 1. ágúst var síðan þessu eftimtinnilega móti slitið og var ntótinu slitið þannig að "veröldin" var tekin úr stallinunt og tóku "laufamir” hana nteð sér inn í skóg. Þar á eftir vom skotnir upp flugeldar og hugsuðunt við okkur þá sent nokkurs konar sárabætur fyrir stóm flugeldasýninguna sent við misst- unt af á þjóðhátíðinni. Jæja þá áttum við bara eftir að vera í smá tíma lengur á þessum blauta stað. Eftir slitin tókum við til við að taka sem mest allt dótið santan og stóðu þá bara nokkur tjöld eftirá tjaldsvæðinu sem við sváfunt í um nóttina. Þegar við vöknuðum morguninn eftir beið rútan okkar og settum vió allt okkar hafurtask í hana. Var okkur svo keyrt heim á leið og vom þá allir famir að hlakka til að koma heint í sólina sem við vomnt ekki búin að sjá ntjög, ntjög lengi. Ferðuóumst við heint til Eyja nteð Herjólft eins og venja er þegar við skátamir fömm upp á ‘“Islandið” eða heint til göntlu góðu Eyjanna. Vom allir hressir og kátir nteð þessa ánægjulegu ferð.

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.