Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Side 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Side 4
4 SKÁTABLAÐIÐ FAXI Drengirnir í Mafeking Við komumst að raun um, hverju drengir geta áorkað í styrjöld, þegar drengjadeild var stofnuð til að taka þátt í vörn Mafeking 1899-1900, í Búastríðinu. Mafeking var venjuleg smáborg úti á sléttum Suður-Afríku. Enginn hafði einu sinn látið sér til hugar koma, að hún mundi verða fyrir óvinaárás. En það sýnir þér einmitt, að í styrjöld er ekki nóg að búa sig undir það, sem sennilegt þykir, heldur jafnframt það, sem getur að höndum borið. Þegar okkur var ljóst, að við mundum verða fyrir árásum í Mafek- ing, skipuðum við varnarliði okkar niður á þá staði, sem það átti að gæta, en við höfðum á að skipa sjö hundruð manns, hermönnum, lögreglumönnum og sjálfboðaliðum, er hlotið höfðu þjálfun, Svo vopnuðum við þrjú hun- druð borgarbúa. Nokkrir þeirra voru gamlir landamærabúar og ýmsu vanir, en margir þeirra ungir verslunarmenn, skrifstofumenn og aðrir, sem aldrei höfðu handleikið byssu. Við höfðum því ekki nema um þúsund manna lið til að verja um sex og hálfs kílómetra svæði, en í borginni voru sex hundruð hvítar konur og börn auk sjö þúsund negra. Hver maður var dýrmætur, og varð mikið skarð fyrir skildi hjá okkur næstu vikur, er menn féllu eða særðust, og varðgæslan að næturlagi og barda- garnir mæddu meir og meir á þeim, sem eftir lifðu. Hjálparsveit drengja í Mafeking Þá var það, að Edward Cecil lá- varður og herstjómarformaður kallaði fyrir sig drengina í Mafeking og stof- naði nýja sveit, er þeir skipuðu. Hann lét þá bera einkennisbúninga og þjál- faði þá. Og þetta reyndist einkar álitle- gur og dugnaðarlegur hópur. Áður en þessu varð komið í kring, höfðum við þurft að nota fjölmarga fullorðna menn sem hraðboða, hjúkrunarmenn, varð- menn og til annarra áþekkra starfa. Þessi störf voru nú fengin í hendur hjálparsveit okkar, svo að karlarnir gætu gefið sig óskipta að hernaðarstör- fum í fremstu víglínu. Drengirnir unnu mikið verk og þarft undur forystu pilts, sem Goodyear hét, og áttu fyllilega skilið að fá þá heiðurspeninga, er þeim hlot- nuðust í stríðslokin. Margir þeirra kunnu að hjóla, og þess vegna gátum við komið á póst- samgöngum milli vina og vandamanna í ýmsum virkjum og borgarbúa, án þess að óvopnfært fólk þyrfti að stofna sér í lífshættu með slíkum bréfaskip- tum. Við bjuggum til sérstök frímerki á þessi bréf, og var á þeim mynd af boðliða á reiðhjóli. Eitt sinn sagði ég við einn boðliðann, sem kom hjólandi til okkar í mikilli kúlnahríð: “Þú verður fyrir skoti einhvern daginn, ef þú heldur uppteknum hætti að brjótast áfram gegnum kúl- nahríðina.” “O, ég hjóla svo hratt, að kúlurnar ná mér ekki.” Þessir drengir virtust ekki skeyta neitt um skothríðina. Þeir voru alltaf reiðubúnir að hlýða skipunum, þótt þeir hættu lífi sínu í hvert skipti. Mundir þú gera það? Mundi nokkur ykkar gera það? Setjum svo, að óvinirnir héldu uppi skothríð hérna í götunni og ég bæði einhvern ykkar að koma boðum í húsið hinum megin götunnar, mundir þú verða vel við bón minni? Eg er viss um, að þú mundir gera það, - jafnvel þótt þér væri það ekki sérstaklega ljúft. En þú þarft að búa þig undir að mæta slíku. Það er að sínu leyti eins og kalt steypibað. Drengur, sem hefur vanist því, skoðar það sem sjálfsagðan hlut, - hann hefur leikið þetta hvað eftir annað. En spurðu einhvern, sem hefur aldrei gert þetta, og honum hrýs hugur við. Eins er það með dreng, sem va- nur er að framkvæma skipanir, hvort sem nokkur áhætta fylgir því eða ekki. Hann gerir það tafarlaust, þótt teflt sé á tvísýnu, en sá drengur, sem aldrei he- fur lært að hlýða, hikar við og verðu því smáður af öllum, jafnvel af göm- lum vinum sínum. En það þarf ekki styrjöld til að gera úr þér góðan skáta. Ótal verkefni bíða þín sem friðarskáta, - bíða þín da- glega, hvar sem þú kannt að vera niður kominn. Tekið úr bókinni skátahreyfingin eftir Baden-Powell alheimsskátahöfðingja Miðstöðin óskar skátum og öllum Vestmannaeyingum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.