Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Side 5

Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Side 5
SKATABLAÐIÐ FAXI 5 Safnhaugar Núna hefur mikið verið í umræðunni umhverfisvernd. Skátar læra að meta umhverfið og að bera virðingu fyrir náttúrunni. Þeir læra einnig að nota sér náttúruna hérna er ein leið til þess. Margir hafa vanist því að raka saman grasinu af blettinum, setja það í poka eða kassa og láta flytja það um langan veg til urðunar eða brennslu með tilheyrandi mengun og kostnaði. A síðari árum hafa þó sífellt fleiri áttað sig á því hversu gott hráefni felst í úrgangi af þessu tagi og hafið gerð eigin gróðurmoldar úr garðaúrgangi og lífrænum úrgangi úr eldhúsinu. Moldargerð af þessu tagi á sér ævaforna sögu. Tvennt vinnst með því að koma sér upp safnhaugi fyrir úrgang úr garðinum og jurtaleifar úr eldhúsinu: Garðeigandinn getur orðið sjálfum sér nægur um mold og dregið um leið verulega úr magni þess sorps sem hirða þarf hjá honum og flytja langar leiðir til urðunar eða brennslu. Síðari ávinningurinn er auðvitað næg ástæða til þess að hefja gerð safnhaugs. Nægilegt getur verið að grafa holu á afviknum stað í garðinum og fylla hana með lífrænum úrgangi, tyrfa svo yfir og grafa nýja holu. Moldina sem grafin er upp má að sjálfsögðu nýta. Einnig má smíða kassa. Þá eru reknir niður fjórir staurar og þeir klæddir með borðum með hæfilegu millibili svo loft komist að. Ein hlið kassans verður að vera laus svo komast megi að haugnum. í botn kassans má leggja sprek og/eða grjót svo vatn geti runnið niður og loft leiki einnig um hauginn að neðan. Búast má við að tvö til þrjú ár líði þangað til úrgangurinn í kassanum verður að gróðurmold. Ráðlegt er að smíða þá annan kassa og taka til við að láta úrgang í hann, eða smíða kassann upphaflega þannig að í honum séu tvö hólf. Þá má byrja að nýta moldina úr fyrri kassanum á meðan nýtt hráefni rotnar í þeim síðari. í safnhauginn má setja allan venjulegan garðaúrgang; gras, afskurð, kantskurð og fleira. Einnig er kjörið að nota eftirfarandi úrgang úr heimilishaldinu: Leifar af grænmeti og ávöxtum. Hvers kyns hýði og skurn, til dæmis af ávöxtum og grænmeti, hnetum og eggjum. Afskorin blóm og leifar af blómum og öðrum jurtum. Pottamold. Kaffikorg og síur. Telauf og síur. Brauðafgangar. Eldhúspappír ef hann er notaður á heimilinu. Jafnvel má setja dagblaðapappír í litlu magni í hauginn. Heppilegt er að koma fyrir annarri ruslafötu í skápnum undir vaskinum. I hitanum í skápnum hefst rotnun leifanna án þess að af þeim leggi ódaun. Gætið þess bara að setja ekki fisk og kjöt í safnhauginn. Slíkar leifar lykta illa og geta dregið að sér meindýr. Sumir telja óþarft að hafa sérstaka ruslafötu fyrir safnhaugsúrgang og setja hann í tómar mjólkurfernur eða önnur ílát sem til falla. Bæta má moldina með ýmsu móti. Gott er að setja örlítið að þangmjöli eða húsdýraáburði í hauginn. Skeljasandur gerir moldinni einnig gott. Anamaðkar eru góðir gestir í safnhaugi. Moldin sem framleidd er með þessum hætti hentar vel í gróðurbeð og til uppfyllingar. Sumir sigta hana jafnvel niður í pottamold. Rannsóknir sýna að mold af þessu tagi getur verið prýdd öllum kostum góðrar moldar. Með því að framleiða eigin mold hefur framleiðandinn dregið verulega úr magni þess sorps sem flutt er til urðunar á kostnað samfélagsins. Tekið úr Grœnu bókinni Aætlun HERJOLFS um jól og áramót Aðfangadagur 08:15 11:00 Jóladagur Engin ferð 2. jóladagur 13:00 16:00 Gamlársdagur 08:15 11:00 Nýársdagur Engin ferð Sendum starfsmönnum okkar og viðskipta- vinum öllum bestu óskir um blessunarrík jól.

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.