Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Qupperneq 7

Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Qupperneq 7
SKATABLAÐIÐ FAXI 7 einhverjar uppákomur, svo sem flugeldasýning, diskó, skemmtiatriði, kvöldvökur, tónleikar, ýmsar keppnir svo auðvitað setning mótssins og slitin, sem voru alveg rosalega flott. íslendingar sýndu eitt mjög svo frumlegt leikrit og tók Freydís þátt í því. Það mátti líkja mótssvæðinu við mjög líflegan bæ þarna sem var að finna skáta frá öllum heimsálfum. Á einu svæði var torg sem var kallað Plaza. Á því torgi var banki, minjagripaverslanir Brugðið á leik í tjaldbúðunum. matvöruverslun og Tívolí með ýmisum skondnum tækjum í tjaldbúðunum. Sveitinni var skipt niður á tjöld og voru 3-4 saman í tjaldi. Þannig kynntist maður fólkinu enn betur Með undantekningu þó, því t.d. föttuðum við ekki að einn tjaldfélagi okkar væri kominn 5 mánuði á Ieið. Inn á tjaldsvæðin komu oft erlendir gestir að fá einhvem til að skipta við sig á merkjum eða öðrum íslenskum hlutum. Er leið á mótið runnu allir skiptihlutir út en einhverjir ákváðu þá að skipta einu stykki Vestmannaeyingi. Þeir löbbuðu milli tjaldbúða með hana í neti í von um góð skipti. Því miður gekk það ekki því, ónefnd vildi ekki vaska upp eða gera aðra hluti sem karlmenn vildui. Mörg önnur svipuð uppátæki áttu sér stað t.d. kom ekki sá dagur að ekki væri vatnsslagur í tjaldbúðinni. Belgía Er mótinu lauk tóku við heitar rútuferðir til Belgíu í heimagistinguna. Það gistu 2-3 Islendingar á hverju heimili í 3 nætur. Það var mjög heitt í Hollandi en í Belgíu var ennþá heitara. I Hollandi sluppum við flest öll við flugnabit en í Belgíu vorum við öll útbitin. Heimagistingin var ekki eina fjörið í Belgíu heldur gistum við í aðrar 3 nætur í skála hjá skátum í einhverjum sveitabæ ef svo má kalla hann. Eitt af því merkilegasa við dvölina var að við hjóluðum á alla staði sem við skoðuðum. Það voru engar smá vegalengdir. Loksins heim í kuldann. Þann 17. ágúst var haldið heim á leið. Við fórum með rútu til Lúx. beint á flugvöllinn.. Við ætluðum bara að taka því rólega en allt kom fyrir ekki. Einn fararstjóranna kallaði á okkur og sagði að við værum að missa af vélinni.. Heimferðin gekk annars vel og vorum við komin til Islands þremur tímum síðar. Heiðn'm Björk Sigmarsdóttir Freydís Vigfúsdóttir Bæjarveitur Vestmannaeyja óska bæjarbúum öllum Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða BÆJARVEITUR VESTMANNAEYJA .framköllunarþjónusta, ffjhdihjjól ðj farsavlt kötnmdi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Tvisturinn

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.