Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Page 12

Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Page 12
12 SKÁTABLAÐIÐ FAXI Landsbjörg á Jamboree "95 Ég undirrituð fékk bréf frá Landsbjörgu ásamt öllum Landsbjargarfélögum á íslandi, þess efnis að það vantaði sjálfboðaliða til að kynna störf Landsbjargar og hvernig það tengdist skátahreyfingunni. Ég ákvað að slá til og sækja um ( þó þetta væri yfir þjóðhátíðina, en þess má geta að ég hef aldrei sleppt þjóðhátíð fyrr ). stórt tjald áður. Á hverjum morgni, hádegi og kvöldi, mættu þarna um 6.000 manns að borða. Allt gekk þetta mjög vel, enda skipulagið alveg einstakt á öllu mótinu allan tímann. Þar var hvergi hægt að sjá rusl á öllu mótssvæðinu, sem er alveg ótrúlegt, því þarna voru u.þ.b. 25.000 skálar og 6.000 starfsmenn. Mér fannst þetta veggspjöld með stækkuðum myndum og texta úr starfi Landsbjargar. Við vorum líka með útbúnað sem tilheyrði sjúkra-, fjalla-, og kafarahópi o.fl.. Þarna var líka til sýnis í myndum og búnaði, hvernig við öflum fjár til að reka svona björgunarsveitir. Á svæðinu fyrir framan tjaldið var búið að koma fyrir snjóbíl, Ford Econoline og vélsleða með aftaníþotu. Þessi tæki fluttum við frá íslandi. Þetta var allt IWU.HKUIU iliUUI KtSUUEÍEAMÍ Starfsfólk Landsbjargar í Hollandi. Ég fékk svo símhringingu þess efnis að óskað væri eftir að ég færi til Hollands. Þar með hófst vinnan og spenningurinn. Það þurfti ýmislegt að gera fyrir brottför t.d. sauma merki í bol og húfur o.fl.. Svo rann brottfarardagurinn upp. Haldið var af stað snemma morguns laugardaginn 5. ágúst 1995 og flogið til Amsterdam. Þegar komið var á Schipholflugvöll, beið eftir okkur rúta, ásamt einum starfsmanna Landsbjargar. Rútan fór með okkur til Dronten, þar sem mótið var haldið. Dronten er í Flerolandi, sem er u.þ.b. 2 tíma akstur frá Amsterdam. Það tók nokkurn tíma að gera alla pappíra klára, svo að við gætum fengið að fara inn á mótssvæðið. Þar var mjög ströng gæsla, svo enginn kæmist inn, sem ekki átti erindi. Mótssvæðinu, sem var um 750 ekrur, var skipt í tólf torg. Eitt torg var fyrir starfsmenn eins og okkur, en 6.000 starfsmenn voru þarna, 3.000 Hollendingar og 3000 frá öðrum löndum. Allt var þetta fólk í sjálfboðavinnu. Þarna var risastórt tjald þar var starfrækt mötuneyti fyrir starfsfólk. Ég hafði aldrei séð svona Svifið í lausii iofti í björgunarstól frá Landsbjörgu. alveg stórmerkilegt og var hugsað heim til íslands. Bara að þetta væri svona hjá okkur líka. Sýningarsvæði Landsbjargar var á svæði sem kallaðist Global Development Village ( Umhverfissvæði ). Þar höfðum við komið upp 100 fermetra þjóðhátíðartjaldi, þar sem sett voru útbúið eins og um raunverulegan sjúkraflutning væri að ræða. Þetta vakti alveg gífurlega hrifningu hjá skátum og mótsgestum. Höfðum við ekki undan að svara spurningum varðandi störf björgunarsveitanna. Einnig var fólk mjög undrandi þegar því var sagt að sveitirnar fjármögnuðu öll tæki sjálf og allir ynnu í sjálftoðavinnu, stundum við mjög erfiðar aðstæður. Stjórn Landsbjargar hafði látið prenta póstkort með myndum úr starfi björgunarsveitanna. Við dreifðum þessum kortum til allra sem komu að skoða sýningarsvæði okkar. Við höfðum einnig komið upp aðstöðu til að fólk gæti skrifað á kortin. Við vorum þekkt sem kortafólkið. Við höfðum líka komið upp svifbraut um 50 metra langri og var hún strengd yfir síki sem var þarna rétt hjá. Máttu skátar og gestir prófa brautina, en við notuðum björgunarstól í þetta. Margir lentu með afturendan í síkinu og blotnuðu örlítið. Þetta vakti mikla hrifningu hjá yngri kynslóðinni sem vildu endilega láta pabba eða

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.