Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Blaðsíða 14
14
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
Drengskapur
Ef ég væri spurður um, hvaða
orð íslenskri tungu mér þætti mest um
vert, myndi ég nefna orðið
drengskapur. Það lýsir hinu fegursta
marki, sem maður getur sett sér. Og ef
það væri glatað, gætum vér ekki bætt
oss það með því að sækja það í annað
mál, því að ég þekki ekki samsvarandi
orð á neinni annarri tungu. Það er
jafntorvelt að þýða á önnur mál
íslenska orðið drengskapur og enska
orðið gentleman. Með þessu er
auðvitað ekki sagt, að aðrar þjóðir
vanti þá kosti, sem lýst er með þessum
orðum. En þær hafa ekki gert sér
samskonar grein fyrir þeim, ekki tengt
þá eins saman í eina hugsjón.
Það er skemmtilegt tilhugsunar
fyrir íslenska drengi, að fegursta
hugsjón þjóðarinnar skuli vera kennd
við þá. I orðinu drengskapur kemur
fram mikið traust á æskulýðnum.
Forfeður vorir, sem mótuðu merkingu
orðsins, hafa trúað því, að hjá ungum
mönnum gætu mannlegir kostir birst í
fegurstu mynd sinni. Þetta er rétt
skilið. Á æskualdri er baráttan fyrir
lífinu, sem leiðir svo margan mann út
af réttri braut, ekki byrjuð fyrir alvöru.
Vonimar eru óskertar og trúin á lífið og
mennina. Ef menn geta ekki lifað
drengilega á þessum aldri, geta þeir
það tæplega síðar meir.
En þessum sóma, sem æskunni
er sýndur með orðinu drengskapur,
fylgir líka mikil ábyrgð. Til er annað
orð, sem við æskulýðinn er kennt:
strákskapur. Það sýnir ranghverfu
æskulífsins, ef frelsi þess er misbeitt til
spellvirkja og ljótrar framkomu. Þið
kannist öll við orðið strákapör. Það
bendir ekki í rétta átt. Vér getum aldrei
gert andstæðuna á milli þessara orða of
skýra. Ef drengskapur og strákskapur
fengi einhverntíma sömu ljótu
merkinguna, þá væri íslenska þjóðin
búin að missa leiðarljós, sem hún má
ekki án vera.
Mér skilst, að hugsjón skátanna
sé náskyld hinni fornu drengskapar-
hugsjón: að vera hreinn og sannur,
verja lítilmagnann og berjast jafnvel
við ofureflið með hreinum vopnum.
Því eiga skátarnir að lyfta þessu orði
sem fána sínum og stuðla svo að því,
að fegursta markmið hvers manns
verði jafnan á íslensku kennt við hinn
frjálsa æskulýð.
Grein tekin úr skátabókinni eftir
Sigurð Nordal, prófessor.
2 fyrir 1
Notið tækifærið og
fljúgið ódýrt til
Reykjavíkur á hálfvirði
jj
ÍSLANDSFLUG
m 481 3050
oáJ-oa/r- /aJjM'/áit/m al/a/m
(J^/e/i/e<jfj<aJó/ct
ocj JamweA /ocemamc/í áná
/es
Ja/Mœ/t /c</mamc/í á/i'-
Já>//wm djé/á/ijilon á /t/na áni
FLUTNINGAÞJÓNUSTA
MAGNÚSAR.