Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Side 2

Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Side 2
J óla v aka SKÁTABLAÐIÐ FAXI Við könnumst öll við þennan texta Lúkasarguðspjalli í 2. kafla 10.-11. vers. En þar stendur “Og engillinn sagði við þá: “Verið óhræddir, því sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Því sjá, yður er í dag Frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs.” Ósjálfrátt hugsum við um þessa atburði, sem greint er frá í jólaguð- spjallinu um Maríu og Jósep frá Nasaret, sem urðu eins og allir, að hlýða boði hins volduga keisara. Við förum með þeim í anda til Betlehem, þar sem þau fá ekki rúm í gistihúsinu. Og við sjáum hið nýfædda barn liggjandi í jötunni. Yfir þessari frásögn hvílir blær einfaldleikans, en þó var hér heims- sögulegur viðburður að gerast. Það var ekki keisarinn eða sendimenn hans sem tóku á móti honum heldur fátækir fjárhirðar, sem vöktu yfir hjörð sinni úti í haga þessa nótt. Þessi boðskapur hefur verið fluttur mannkyninu æ síðan, ekki aðeins á jólunum og öðrum hátíðar- stundum. Þetta er sígildur boðskapur allra tíma, kjarni kristindómsins. Þegar við nú fögnum hinni miklu hátíð og við finnum frið og helgi hennar fylla hjörtu okkar, heimili okkar og jafn- vel allt í kring um okkur, þá vona ég að þessi hugsun sé bak við allt: „Okkur er í dag frelsari fæddur”. Okkur öllum stendur til boða að öðlast þau lífssannindi, sem ekki aðeins hefur gildi fyrir lífið, heldur þá framtíð, sem bíður í öðrum heimi. Eins og jólin geta breytt umhverfinu og varpað yfir það undursamlegum töfraljóma, geta sannindi kristindómsins Björgvin Magnússon D.C.C. með raunsæi sínu og alvöru breytt viðhorfum og lífi okkar. Þegar við lesum eða heyrum um þessa atburði, sem einkum snerta jólin, þá eru þetta ekki frásagnir, sem aðeins snerta löngu liðna atburði, heldur frásagnir, sem tengja saman ár og aldir. Þegar við lesum: Yður er í dag Frelsari fæddur, þá leggjum við áherslu á orðin í dag til þess að undirstrika að kjarni þessara atburða sé veruleiki líðandi stundar og að okkur sé Frelsari fæddur, bæði mér og þér. Það er ekki nóg að fagna jólunum með alls konar ytra skrauti og prjáli. Við megum ekki setja jólabarnið á flótta fyrir þeim konungi, sem lætur okkur lúta ytra prjáli og sundurgerð. Við megum ekki gera jólin að hátíð brasks og kaupmennsku, tildurs og sýndar- mennsku. Nei, við þurfum að eiga næma til- finningu fyrir því að við þurfum á frels- ara að halda og þeim sannindum, sem móta líf okkar. Jólahátíðin er ólík öllum öðrum hátíðum ársins. Henni fylgir dásamleg birta, sem ljómar í skammdegi vetrarins. Það er alveg eins og ósýnilegir vængir lyfti huga okkar yfir allt hið jarðneska og hverfula. Á heillögu jólakvöldi er eins og hin undursamlega stund fagnaðar og sælu við jötuna í Betlehem flytjist inn á heim- ili okkar, sjúkrahúsin, um borð í skipin og jafnvel upp í flugvélarnar. Eg hugsa að aldrei muni jólaboðskap- urinn berast eins víða og um þessi jól. Ég sé í huga heimilin, víðs vegar um landið, sem fagna jólunum bæði fátæk- leg og ríkmannleg heimili. Þar sem ljós er í hverjum glugga og ómur lofsöng- vanna fylla húsin. Auðvitað koma jólin til okkar með ýmsu inóti. Sumir eru glaðir og heil- brigðir, aðrir sjúkir og sorgmæddir, en þrátt fyrir allt flytja jólin einhverja birtu og gleði, von og trú á lífið og minna okkur á að yfir okkur er vakað af kær- leiksríkri handleiðslu Guðs. Við skulum því láta áhrif jólanna verða varanleg og berast út í lífsbarátt- una sjálfa svo að hin góðu öfl sameinis í eina fylkingu, sem gengur götuna fram til farsældar landi og þjóð. Ég óska svo ykkur og ástvinum ykkar gleðilegra jóla. Góða skátun Björgvin Magnússon D.C.C. 369.405 Ská 1996 14(2) Átthagi Skátablaðið Faxí. Átthagadeild 14205124 Utgefið í desember 1996 Útgefandi: Skátafélagið Faxi Ábyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson Ritstjóri: Einar Örn Arnarsson Auglýsingar: Páll Arnar Georgsson Prófarkalestur: Halla Andersen Prentvinna: Prentsm. Eyrún hf. Ritnefnd: Páll Arnar Georgsson Einar Örn Arnarsson Sif Hjaltdal Pálsdóttir Júlía Ólafsdóttir Guðmundur Vigfússon Rósa Guðmundsdóttir (Rósa mamma) Inkar og Fálkar Bókasafn Vestmannaeyja

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.