Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 4
SKÁTABLAÐIÐ FAXI Skátaflokkurinn Fálkar á ferð Ferðalangarnir við heimkomuna Hrafns- ungarnir ófleygir enn þá. Eftir að við höfðum tekið myndir af þessu öllu saman lögðum við af stað að Lækjarkoti þar sem við tjölduðum yfir nóttina. Morguninn eftir var lagt af stað í átt að Hvolsvelli. Þegar við vorum búin að ganga í dágóðan tíma stoppaði fyrir okkur pallbfll. trúlega vegna þess að einn úr hópnum hafði rétt út þumalfingurinn. Var okkur keyrt það sem eftir var af ferðinni til Hvolsvallar. Eftir að við höfðum fengið okkur næringu var okkur ekki til setunnar boðið heldur fórum við í sund. Um kl. 17:00 fórum við með rútu til Selfoss. Á Selfossi höfðum við fengið skátaheimili Fossbúa lánað til gistingar. Um kvöldið var mestmegnis slappað af eftir skemmtilegt ferðalag. Nokkrir Foss- búar komu í heimsókn til að heilsa upp á hrausta Vestmannaeyinga. Eftir góðan nætursvefn var haldið heim á leið með rútu til Þorlákshafnar og þaðan með okkar góða farkosti milli lands og eyja HERJOLFI. Guðmundur „Mummi“ Vigfússon Eina góða helgi sumarið 96 fór skátaflokkurinn Fálkar í ferðalag frá Bakka til Þorlákshafnar. Flogið var með Flugfélagi Vestmannaeyja árla föstu- dagsmorguns á Bakkaflugvöll og gengið þaðan að sveitarbæ sem amma og afi eins meðlims í flokknum búa. Þar var okkur boðið uppá dýrindis sveitamáltíð að hætti heimafólksins. Meðan maturinn var gerður klár spilaði Freydís (Trivial Pursuit) ein á móti flokknum og varð hann lúta í lægra haldi. Eftir að við höfðum notið matarins fórum við út og skoðuðum bæinn. Eftir að vettvangs- könnuninni lauk bauð húsbóndinn sem er xára, okkur bílfar áleiðis. Þáðum við það að læk sem við óðum yfir. Héldum við svo af stað yfir mikla sléttu í átt að áningastaðnum. Við urðum varir við margt á leiðinni m.a. hrafn- shreiður í gamalli hlöðu sem við stoppuðum við til fá okkur eitthvað í svanginn. Við sáum hvar hrafnapar sveimaði yfir okkur og ákváðum að kíkja inn og athuga hvað þetta væri og upp komst að hrafnaparið hafði komið sér upp hreiðri í horni hlöðunnar. Hrafnar eru ekki vanir að búa sér til venjuleg hreiður og var þetta búið til úr gaddavír að mestu leiti. Við klifruðum upp og litum á ungana án þess að ónáða Sendum bæjarbúum bestu jóla og nýárskveðjur Vestmannaeyjabær óskar öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.