Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Síða 5
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
0
Fánareglur gefnar út af Ellingsen hf. með leyfi Forsætisráðuneytisins 1991
Fánareglur fyrir íslenska fánann
Hlutföll fána og stangar.
Æskileg viðmiðun er að lengd fána-
stangar sé 5 sinnum breidd fánans þegar
stöngin er reist frá jörðu. 3 sinnum
breidd fánans ef stöngin er upp af
húsþaki, 2 1/2 sinnum breidd fánans ef
hún er skáhallt út frá húsvegg, en stöng
sem myndar rétt horn við húsvegg sé
tvöföld breidd fánans.Fánastöng skal
vera einlit.
Fánatími
Fána skal eigi draga á stöng fyrr en
klukkan sjö að morgni og skal hann að
jafnaði eigi vera lengur uppi en til sólar-
lags og aldrei lengur en til miðnættis. Ef
flaggað er við útisamkomu, opinbera
athöfn, jarðarför eða minningarathöfn,
má fáni vera lengur uppi en til sólarlags
eða svo lengi semathöfn varir, en þó
aldrei lengur en til miðnættis.
Fánadagar
Æskilegt er að almenningur dragi fána
á stöng eftirtalda daga, en samkvæmt
forsetaúrskurði frá 23. janúar 1991, skal
draga fána á stöng við opinberar stofn-
anir þessa daga.
1. Fæðingardag forseta Islands
2. Nýársdag
3. Föstudaginn langa
4. Páskadag
5. Sumardaginn fyrsta
6. 1. maí
7. Hvítasunnudag
8. Sjómannadaginn
9. 17. júní
10. 1. desember
11. Jóladag
Alla fyrrgreinda daga skal draga fána
að hún, nema föstudaginn langa, þá í
hálfa stöng.
Öllum er heimilt að nota hinn al-
menna þjóðfána enda sé farið að lögum
og reglum, sem um hann gilda.
Fánann má nota við öll hátíðleg tæki-
færi, jafnt þau sem tengjast einkalífi
sem önnur eða á sorgarstundum, þá
dreginn í hálfa stöng.
Fáni í hálfa stöng
Ef draga á fána íhálfa stöng er hann
fyrst dreginn að hún og síðan felldur svo
að 1/3 hluti stangarinnar sé fyrir ofan
efri jaðar fáans. Við jarðarför eða aðra
sorgarathöfn skal fáninn dreginn að hún
þegar athöfninni lýkur og skal hann
blakta þar uns fánatíma lýkur.
Meðferð fánans
A: Þegar fáni er dreginn á stöng eða
dreginn niður, skal gæta þess að hann
snerti ekki jörð, vatnsyfirborð eða gólf.
Fánalína skal vera strengd svo að fána-
jaðar liggi ávallt við stöng.
B: Þegar gengið er frá fána eftir
notkun, er hann brotinn í fernt eftir
endilöngu og vafinn upp þannig að ein-
ungis blái liturinn snúi út og línan hnýtt
utan um fánann. Fáninn skal ávallt
geymdur á öruggum stað. Fáni sem
hefur blotnað skal þunka áður en hann
er brotinn saman til geymslu.
C: Þegar fáni á stöng er hafður við
altari, ræðustól eða ræðuborð, á
leiksviði eða öðrum sambærilegum stað,
skal hann vera vinstra megin séð frá
áhorfanda. Séu fánarnir tveir skulu þeir
vera sinn til hvorrar handar.
D: Ekki má sveipa ræðustól þjóðfán-
anum, né hafa hann framan á ræðustól.
Ekki má nota þjóðfánann til að sveipa
með honum styttu eða annan hlut sem á
að afhjúpa.
Aldrei skal nota þjóðfánann sem
borðdúk eða gólfábreiðu.
E: Þegar íslenski fáninn er í röð
annarra þjóðfána skal íslenski fáninn
vera lengst til vinstri séð frá áhorfanda
eða þegar komið er að fánastað. Öðrum
fánum sé raðað til hægri frá íslenska
fánanum í stafrófsröð eftir íslenskuin
heitum hlutaðeigandi ríkja.
Sé þjóðfánum hvirfilraðað, má ís-
lenski fáninn vera í miðju milli hinna
fánanna.
Ef ekki er unnt að draga alla fánana
samtímis að hún eða niður, skal íslenski
fáninn dreginn fyrstur að hún og síð-
astur niður.
F: Þegar íslenski fáninn er í röð ann-
arra en þjóðfána, skal hann vera lengst
til vinstri séð framan á röðina, frá áhorf-
anda.
Ekki má setja fleiri en einn íslenskan
fána í hverja röð.
G: Ekki má raða merkjum eða fánum
sveitarfélaga, félaga eða fyrirtækja, eða
auglýsingafánum inn á milli þjóðfána
(fánaborg). Slíkir fánar skulu hafðir í
röðum eða þyrpingum, aðskildir frá
þjóðfánum. Heimillt er, ef heiðra skal
við sérstakt tækifæri ákveðna erlenda
þjóð eða milliríkjastofnun, að hafa fána
sliks aðila milli íslenska þjóðfánans og
þess þjóðfána sem annars ætti að vera
næstur honum.
H: Ekki má hafa tvo eða fleiri þjóð-
fána á sömu stöng.
I: Þegar íslenski fáninn og erlendur
þjóðfáni eru hengdir á vegg á stöngum
sem liggja í kross, skal íslenski fáninn
vera til vinstri séð frá áhorfenda og
stöng hans yfir stöng hins fánans.
J: Þegar líkkista er sveipuð þjóðfán-
anum, skal krossmarkið vera við
höfuðlag og eigi skal leggja neitt ofan á
fánann. Hvorki má kasta rekunum á
fánann né láta hann síga niður í gröf.
K: Ekki skal draga fána á stöng sem er
upplitaður, óhreinn, trosnaður eða
skemmdur að öðru leyti.
Skemmdan fána ber að lagfæra strax,
að öðrum kosti skal hann ónýttur með
því að brenna hann.
Grandagarði 2 ■ Reykjavík ■ Sími 552 8855
íslenski fáninn er ávallt
fyrirliggjandi í mörgum stærðum
og þjóðfánar flestra annarra ríkja.
Fánastangir frá
Formenta ab. í Svíþjóð