Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Page 7

Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Page 7
SKÁTABLAÐIÐ FAXI 0 Víkingarnir og síðasti Papinn Á fimmtudeginum var áfram þéttur rigningarúði en það stytti síðan upp síðdegis. Dagskrá hélst að mestu, nema að vatnasvæðið var lokað að hluta. Ekki fór fram tjaldbúðarskoðun á miðviku- deginum og fimmtudeginum heldur fóru sveitaforingjar um svæðið og skoðuðu hvernig sveitirnar brugðust við þessu veðri og því sem fylgdi. Voru tjald- búðarviðurkenningar veittar eftir þeim dómi. Um kvöldið fór að þorna á svæðinu og var komið hið besta veður. Ekki voru skátarnir að láta veðrið hafa mikil áhrif á sig, reyndu að gera sem best úr öllu og héldu sínu striki hvað varðaði mótið. Föstudagsmorguninn rann upp með glampandi sól og steikjandi hita eins og hafði verið fyrir rigninguna. Var nú hafist handa við hefðbundin tjald- búðarstörf, hreingemingar í tjöldum og að koma skikk á tjaldbúðimar. Eftir morgunmat og fána fóru flokkamir í verkefni en þeir eldri vom eftir við að þurrka föt og annað sem til féll. Var þessi dagur hinn besti eftir það sem á undan var gengið og nutu allir þess að nú skein sól í heiði. Laugardagurinn byrjaði með hefðbundnum tjaldbúðarstörfum, en nú var lögð meiri áhersla á alla tiltekt því í dag skyldi kynning á heimabyggðum sveitanna fara fram. Eftir hádegi hófst svo kynningin og fór aðsóknin hjá okkur fram úr björtustu vonum. Til marks um aðsóknina er full gestabók og skráðu þó ekki allir sig í hana. Eftir þennan ánægjulega dag kom síðan lokakvöld- Landsmótsfarar undirbúa sig til að fara í víking Og síðan byrjaði að rigna, og rigndi allan sunnudaginn á meðan verið var að taka niður tjaldbúðina og ganga frá farangri í gáminn til flutnings heim. Gekk allur frágangur nokkuð vel fyrir sig þrátt fyrir rigninguna. Var síðan farið frá mótsstað um kl. fjögur og haldið til Þorlákshafnar. Þegar komið var í Herjólf beið eftir okkur matur sem hafði verið pantaður úr rútunni á leiðinni. Var ferðin heim með Herjólfi tíðindalaus, en það voru ánægðir og þreyttir skátar sem heilsuðu upp á foreldra sína við heim- komuna til Eyja. Með skátakveðju. Páll Arnar Georgsson Sveitarforingi landsmótssveitinnar Vestmenn. vakan þar sem fyrri slit mótsins færu fram ásamt því að veitt yrðu ýmis verðlaun og viðurkenningar. Flestir bundu miklar væntingar við kvöldvök- una sjálfa þó ekki væri lengur hugsað um verðlaun eða viðurkenningar, þó flestir væru þó sáttir við mótið. Skátarnir höfðu haft bæði gagn og gaman af viðburðum þeim sem dunið höfðu yfir okkur. Er því óhætt að segja að það hafi komið mikill undrunarsvipur á sveitarmeðlimi Vestmanna og gesti þeirra þegar verið var að veita verðlaun fyrir best skrýddu tjaldbúðirnar á hverju svæði. Þegar mótsstjóri bað sveitarforingja frá Faxa um að koma upp á svið og taka við verðlaunum fyrir bláa svæðið urðu margir stoltir og ánægðir. Ekki var stoltið minna við fánaathöfn eftir kvöld- vökuna þegar sveitin fékk líka tjald- búðarviðurkenningu dagsins. Og til að kóróna kvöldið voru fintm skátar vígðir við kvöldkaffið ásamt því að einn skáti var vígður um nóttina í kirkjunni á staðnum.

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.