Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 11

Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 11
SKÁTABLAÐIÐ FAXI Fyrirsæturnar Fálkar Sundjúdó og snjóruðningur Smásaga frá Fálkum Einu sinni, ekki fyrir svo löngu síðan, voru skátar í útilegu með aðstoðar- foringjanum Einari Erni, eða Einsa babe eins og skátarnir kölluðu hann. Lögðu þeir af stað á föstudegi um klukkan 18.15 og komu þeir á áfangastað, sem var Skátastykkið, um klukkan 19.30. Þegar þangað var komið fóru þeir að koma sér fyrir, kveikja á gashitaranum, hengja upp blaut föt, sópa og taka til. Svo fengu menn sér að borða. Þegar allir voru saddir fóru skátarnir út í Skátastarf Grein frá Inkum Skátastarf er æðislega skemmtilegt vegna þess að maður er í góðum félagsskap. í skátunum fer maður í göngur, útilegur, leiki, söng, á fundi og margt, margt fleira. Þegar maður verður eldri skáti lærir maður skyndihjálp, l-rS?n'6UR feluleik og síðan í snjóruðning (slag ). Síðan var farið að inn sofa. Ef skát- unum gekk illa að sofna þá brugðu þeir á það ráð að telja mýs. Klukkan 8.00 á laugardagsmorgun var ræs, var þá morgunverður. Svo var lagt af stað í göngu upp á Helgafell. A leiðinni hittu skátarnir ljósmyndara frá Fréttum og tók hann mynd af skátunum. Þegar upp á Helgafell var komið renndu menn sér á snjóþotu niður bratta brekkuna niður í Iþróttamiðstöð og fóru í sund. I sund- lauginni var farið í köfunarkeppni, sundjúdó, dýfingarkeppni og að lokum í heitupottana. Fóru þeir síðan aftur upp í Skátastykki, fengu sér að borða og bjuggu síðan til snjóhús. Síðan fóru skátarnir inn í skálann í kvöldmat. Þegar búið var að ganga frá eftir matinn spjölluðu menn saman og fóru svo að hátta um klukkan 20.40. Um nóttina varð gaslaust en sem betur fer varð ekki mjög kalt svo að menn sváfu ágætlega. Morguninn eftir fengu skátamir að sofa út alveg til klukkan 9.00. Skátamir gengu svo frá eftir sig og lögðu af stað niður í bæ um hádegi. Fálkar óska öllum bæjarbúum gleði- legra jóla. marga hnúta, útlenska söngva og maður fer upp á land á mót og líka á mót í útlöndum. Flokkurinn okkar heitir Inkar og erum við í sveitinni Bakkabræður. Við erum á sveitarfundum einu sinni í viku. Þar gerum við verkefni úr verk- efnabókinni „Skátinn á ferð“ vestur. Okkar flokkur fer í útilegu nokkrum sin- num á ári. Þar gerum við margt, förum t.d. í næturleik, ratleik og fleira. Okkar flokkur syngur mikið og margt, margt fleira. Að lokum: „ Það er alveg ógeðslega gaman í skátunum og við hvetjum alla til að mæta.” Freydís jlokksforíngi, Sigga, Anna Brynja, Massa, Nína, Erna, Herdís, Guðrún og Steinunn. ÍSLANDSBANKI Inkar á Landsmóti

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.