Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 13

Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 13
SKÁTABLAÐIÐ FAXI F riðarumræða Ef til vill var það þátttaka Baden- Powells í mörgum styrjöldum sem leiddi hann til þess að gera friðarstarf að meginþætti í skátahreyfingunni: “...Þess vegna skulum við skuldbinda okkur til að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að stofna til vináttu við skáta frá öllum þjóðum og til að stuðla að friði og gleði í heiminum...” (úr “Scouting for Boys”). Heimsfriður er meginmarkmið alþjóðlegs skátastarfs. En hvað er friður? Tæknilega mætti skilgreina frið sem fjarveru styrjaldar. En það er fæstum nóg. Hvers konar frið var B-P að hugsa um? Það var friður með vissum skil- yrðum. Tilteknar hugsjónir lágu að baki friðarhugtakinu. Jafnræði milli kyn- þátta, trúarbragða og þjóða. Virðing fyrir einstaklingnum. Skilningur manna á milli er undirstaða friðar. Orðið “friður” kemur oft upp í póli- tískri umræðu. Víða um heim eru til friðarhreyfingar og kristin kirkja hefur ætíð boðað frið. Samt sanna dæmin að friður er vandmeðfarinn og vand- fundinn. Ekki er nóg að hafa frið á orði á heimilum, í félögum og starfi. Vinna þarf að friði af einlægni og íhugun og þá er betra að vera orðvar en orðhvatur. Meðal viðfangsefna skáta á friðarstarf í ýmsum myndum sér fastan sess. Tekið úr Skátahandbókinni HEKLA Umboðsmaður Vestmannaeyjum: Kristján Ólafsson Höfðavegi 33 Sími 481-2323 Fax 481-3190 Skáta- flokkur „Flokkakerfíð er ekki ein leið til að halda uppi skátastarfi, það er eina leiðin!” sagði reyndur skáti einhvern tíma. Skátaflokkurinn er grunneiningin í Bandalagi íslenskra skáta. Hjá minnstu skátunum er hann oft nefndur hópur, en meginreglan er hin sama, fimin til átta félagar vinna saman í ó- bilandi sameiningu og bjarga sér sjálfir með flest - án íhlutunar fullorðinna. Flokkakerfið æfir skátana í að sýna frumkvæði, hrinda samþykktum í framkvæmd og vinna saman að sameiginlegu markmiði. Skátarnir ákveða ekki sjálfir með hverjum þeir eru í flokk. Þannig læra þeir að taka tillit hver til annars og finna hvað góður félagsandi er nauðsynlegur til þess að flokkurinn nái að starfa saman. Fjölmargir hafa fetað í fótspor skát- anna. Utan skátahreyfingarinnar finna börn og unglingar einnig samkennd í iitlum samstarfshópum, og í skólum og félögum er hópastarf notað til þess að ná góðum árangri í starfi. Tekið úr Skátahandbókinni ^le^iíeg/Jáí/ Kexverksmiðjan FRÓN RANNSÚKNASTOFNUN FISKIÐNAÐARINS

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.