Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 15

Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 15
SKÁTABLAÐIÐ FAXI Skáta- sérkenni Venjulega er auðvelt að þekkja hóp skáta af búningunum, flöggunum og veifunum, söngnum og hrópunum og mörgum öðrum sérkennum. Þessi atriði sem aðgreina skáta frá öðrum, köllurn við skátasérkenni. Þau eru mikilvægur hluti skátastarfsins, þau styrkja sam- kenndina, gera það skemmtilegra að vera skáti og auðvelda að þekkja aðra skáta. Skátabúningur Allir skátar í Bandalagi íslenskra skáta bera ljósbláa skyrtu eða dökkbláa peysu á fundum og ferðum. Það eykur á samkenndina og samheldnina. 1. Prjónahúfa eða skátahattur 2. Ljósblá skátaskyrta 3 Dökkblá peysa ljósálfa og ylfinga 4 Skátaklútur 5 Skátahnútur 6 Bandalagsmerki 7 Alþjóðamerki 8 Vörðumerki 9 Islandsmerki 10 Deildarmerki 11 Sveitarmerki 12 Flokksmerki 13 Dökkbláar buxur eða pils 14 Staðar- og/eða skátasambandsmerki 15 Góður skófatnaður 15 Skátabelti úr leðri Upphaflega átti klút- urinn að hindra að svitinn rynni niður eftir bakinu. Nú er hann aðallega notaður sem einkenni, en þegar mikið liggur við má nota hann til að binda utan um sáraumbúnað eða í staðinn fyrir kaðal- stubb. Skátaklútar geta verið í ýmsum litum, en vín- rauður skátaklútur til- heyrir venjulegum skáta- búningi fyrir alla aldurs- flokka. Margir fullorðnir skátar bera gráleitan/ljósrauðan skátaklút með skoskum köflóttum taubút að aftan. Hann nefnist Gilwellklút- Skáta- klútur ur og sýnir að skátinn hefur lokið Gilwell-þjál- un. Klútnum er haldið saman með skátahnút, réttum hnút eða einhverj- um öðrum hnút, sem hópurinn hefur fundið upp. Margir nota tilbúinn hnút eða einhverskonar hring. Það getur verið tyrkneskur hnútur eða flét- taðar leðurreimar. Það er líka hægt að saga út bambusbút eða hola út hreindýrahorn. Skreytt banakringla af dilkakjöti er ágætur skátahnútur Úr Skátahandbókinni Aætlun Herjólfs um jól og áramót Frá Eyjum Frá Þh. Aðfangadagur . . . . 08.15 11.00 Jóladagur Engin ferð Annar jóladagur . . . 13.00 16.00 Gamlárssdagur . . . 08.15 11.00 Nýársdagur Engin ferð Að öðru leyti gildir vetraráætlun Herjólfs ATH.: Seinni ferðin á föstudag milli jóla og nýárs fellur niður Sendum viðskiptavinum okkar bestu óskir um blessunarríka jólahátíð ogfarsœld með nýju ári. Þökkum ánægjulega samfylgd á árinu sem er að kveðja. » ♦ Ml) Bókasafn Vestmannaeyja f Ú 14205124

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.