Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Side 2
Skátastarf
Það er hægt að fullyrða að
skátastarf er eitt heilbrigð
asta æskulýðsstarf sem
völ er á. Þetta er stór
fullyrðing en við skát-
arnir stöndum alveg
undir því, enda eru
menn ávallt vakandi
yfir því sem betur má
fara.
Nú á dögum eru
tískuorðið jafningja-
fræðsla, jafnrétti allra,
samvinna þjóða og fjöl
skylduvænt samfélag. Allt þetta
hefur mátt finna í skátastarfi alla tíð og í
raun miklu miklu meira.
Langflestir foreldrar setja sér það tak-
mark, að börn þeirra búi við sem bestar
aðstæður. Og í okkar þjóðfélagi í dag
leggja foreldrar á sig mikla vinnu til
þess að börn þeirra hafi það miklu betra
en þau höfðu; meiri menntun, meiri fjár-
ráð. Er þá ekki allt eins og það á að
vera? Erum við þá ekki búin að gera
nóg? Hvers meira er hægt að krefjast?
Ju, að við gefum þeim meira af okkar
dýrmæta tíma, tökum meiri þátt í þeirra
tómstundastarfi, okkur og þeim til
lærdóms og ánægju. Njótum við fylli-
lega þeirra góðu lífskjara, sem við
höfum skapað okkur, ef við finnum, að
bilið milli okkar og unglinganna
breikkar stöðugt?
Flestir unglingar hafa mikla orku og
athafnarþrá, og eiga flest mikla
umframorku, er vinnu eða skóladegi er
lokið. Þessi orka er undatekningarlaust
nýtt. Það er því mikið atriði, að hún sé
nýtt á jákvæðan hátt, bæði fyrir einstak-
linginn og þjóðfélagið.
Skátaforeldrar og aðrir unnendur
æskunnar, hér kemur ykkar gullna tæk-
ifæri. Skátahreyf-ingin býður öllum
skátaforeldrum að gerast virkir þátttak-
endur í eflingu skátastarfsins. Sagði ein-
hver: „Þetta er ekki fyrir mig, ekki
kann ég neitt í skátastarfi?"
„Jú, einmitt þú“
Skátahugsjónin er svo fjölbreytt og
fjölþætt og hún hefur innan sinna vé-
banda svo margar mismunandi starfs-
einingar, að það er auðvelt að finna starf
fyrir hvern og einn, sem er viljugur til
að leggja það fram. Starfstilhögunin
getur verið mjög mismunandi, bæði er
hægt að taka að sér störf, sem aðeins
standa stuttan tíma, og einnig önnur,
sem dreifast yfir árið. Sem dæmi má
nefna: Fjáröflun, undirbú-
ingur fyrir mót eða ferðir,
húsnæðismál o.fl.
Ótal margir slfkir
hlutir koma til
greina og við forel-
dar getum hjálpað
til með, án þess að
grípa inn í hið raun-
verulega skátastarf.
Hér getum við orðið
mikil hjálp hinum
ungu foringjum og nú
kem ég að kjarna málsins,
sem hafa þetta allt á sínum
herðum. Með því að við tökum að
okkur eitthvað af þessum verkefnum,
erum við fyrst og fremst að vinna fyrir
okkar börn, þar sem foringjarnir hafa þá
betri tíma fyrir skátastarfið. Flestir
þessara ungu foringja hafa geysimikið
að gera, margir eru í erfiðum skólum
o.s.frv.
Skátahreyfingin-foringjar -foreldrar
Hversu góð sem hugsjón og markmið
eru í sjálfu sér, er þeim nauðsyn á dug-
miklu fólki til að bera hana fram og
halda á lofti. Skátahreyfingin á stóran
hóp dugmikils fólks á öllum aldri sem
leggur á sig mikla vinnu, alltaf endur-
gjaldslaust. En til þess að við getum gert
starfið enn betra og öflugra og tekið á
móti fleiri ungmennum, þá þurfum við
meira af dugandi fólki og þess vegna
skorum við nú á foreldra.
Skátastarf er samstarfsverkefni okkar
allra !
„Hina raunverulega hamingjuleið
höldum við, ef við gerum aðra ham-
ingjusama. Reynið að skilja svo við
þennan heim, að hann sé einhverja
vitund betri en hann var.“ (Baden
Powell)
Armann Ingi Sigurðsson
félagsforingi skátafélagins
Fossbúa á Selfossi
Fálkasaga
Helgina 12.-14. mars fór sveitin Fífill
í útilegu í gamla golfskálanum inni í
Herjólfsdal. Svolítið merkilegt fannst
þar en það var einhverskonar fugl. Það
var lítið eftir af honum nema vængirnir
og stélið og beinagrindin. Við fórum
með hann niður eftir til Kristjáns
Egilssonar á Náttúrugripasafninu og
hann sagði okkur að þessi fugl væri
FALKI. Hann var frekar lítill og sagð
Kristján okkur að þetta væri ungi frá því
í fyrrasumar.
Þessi fundur vakti athygli okkar því
við vitum að þessi fugl er mjög
sjaldgjæfur og okkur langaði að vita
aðeins meira um hann. í fuglabók einni
fundum við það að það eru einungis til
u.þ.b. 500 fálkar á öllu landinu þrátt
fyrir að hafa verið alfriðaður hérlendis
frá árinu 1940 og hreiður friðaður frá
1966 og að stranglega bannað væri að
nálgast hreiður hans. Til samanburðar
má geta þess að lundastofnin hérlendis
er talinn vera um 15- 20 milljón fuglar.
Það var því rnjög óvejulegt að við skyld-
um finna fálkann.
Fálkinn á heimkynni umhverfis allt
Norðurheimskautið en hér á landi er
hann mest í Þingeyjasýslu og á
Vestfjörðum í fjallendi eða bröttuin
hömrum og klettum við sjávarstrendur.
Það er því frekar óvenjulegt að fálkin
skyldi hafa verið hér. Kristján sagði
okkur að þessi fugl hafi sennilega komið
hingað til Vestmannaeyja þegar hann
hafi verð að elta aðra fugla eða verið
eltur og svo verð étinn af öðrum fálkum.
Við sem skáta erum náttúru- og
dýravinir og viljum því benda fólki á
hversu mikilvægt það er að vernda fugla
sem fálkann.
Með kveðju;
Skátaflokkarnir Vofur og
Geimverur.
a
SKÁTABLAÐIÐ FAXI