Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Side 5

Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Side 5
Dagana 13.-14. mars fór skátasveitin Fífill í sveitarútilegu. Utilegan hófst á Laugardeginum kl. 13:00. Þegar allir voru komnir og búnir að korna sér fyrir settum við útileguna með því að segja skátaheitið og hafa fánaathöfn. Eftir setninguna var farið í ratleik sem gekk út á það að finna miða sem voru faldir út um allt í dalnum.A hverjum miða var dulmál sem þurfti að leysa til að komast á næsta stað. Sá flokkur sem var fyrstur að komast aftur upp í skála vann keppnina. Flokkurinn Geimverur unnu leikinn. Þegar allir voru komnir inn aftur var höfð smá verðlaunaafhending og úrin tekin af öllum krökkunum svona til agaauka. Svo var farið í póstaleik. A einum póstinum fengu allir að síga niður fjósaklett. A öðrum pósti átti að draga póstastjórana yfir tjörnina þar sem þeir sátu á dekki. Það var langskemmtilegast fyrir póstastjórana. Einhverjir flokkar gáfust upp og fóru þá bara í staðin í fótbolta á klakanum. Eftir klakapóstinn vara farið í fatapóst. I honum átti hver skáti að fara úr öllum fötunum og raða þeint í eins langa línu og þeir gátu. Nokkrir fóru úr öllu nema nærfötunum. A næsta pósti sem var fánapóstur var kennt að brjóta saman fána, binda fánahnút og flagga. Eftir fánapóstinn var farið í súrringapóst þar sem átti að súrra saman þrjár spýtur þannig að þær myndi H. Svo þurfti allur flokkurinn að komast yfir H-ið. Síðasti pósturinn var Fánahylli sigpóstur sem var þvílíkt fjör. Eftir póstaleikinn var farið inn og fengið sér nesti. Eftir nesti fór Einar Örn með okkur í torfærur á björgunarbíl- num. Það þótti öllum mjög skemmtilegt. Þegar allir voru komnir aftur út í skála var eldaður kvöldmatur eins og skátum einum er lagið. Við tókum venjulegar búðapiz- zur, tókum utan af þeim plastið og klæddum þær í álpappír. Svo kveiktum við eld og hentum pizzunum út á. Pizzurnar heppnuðust misvel. Svo var haldin brunaæfing þar sem allir fengu að sprauta úr slökkvitæki. Eftir æfinguna var farið niður að tjörn og spilaður fót- bolti á tjörninni. Þegar allir voru komnir inn var haldin kvöldvaka þar sem nokkrir flokkar komu með skemmtia- triði. Eftir kvöldvökuna var farið í ljósaleik þar sem átti að elta uppi nokkra álfa með vasaljós. Sá hópur sem náði flestum ljósum vann. Þegar allir voru komnir inn var sögð draugasaga og svo fóru allir að sofa. Morguninn eftir vöknuðu yngri skátarnir eldsnemma og vöktu foringjana, þeim til ómældrar ánægju og yndisauka. Þegar allir voru svona nokkurn vegin vaknaðir fylltist skálinn af reyk, reykskynjarinn af stað og allt varð brjálað. Allir flýðu út um gluggann eins og æft hafði verið og tókst þakst þannig að bjarga sér frá mikilli hættu. Þegar allir voru komnir út fengu skátamir að vita að þarna hefðu foringjarnir bara verið að athuga hversu fljótt menn næðu að koma sér út ef skyldi kvikna í. Svo fengu allir sér að éta. Þegar allir voru orðnir þokkalega saddir fóru allir út á tjörn í fótboIta.Eftir fótboltann var svo farið að taka til f skálanum. Það gekk mjög vel. Þegar búið var að taka til var farið í vatnsstríð og allir fengu að blotna mikið. Þegar vatnsstríðinu loksins lauk var slitið útilegunni og voru Ahh, geimverur allir farnir heim kl. 14:00. Fyrir hönd FÍFILS: Anna Jóna Kristjánsdóttir. 85 ára gömul ekkja fór á blint stefnumót með níræðum manni. Þegar hún kom til dóttur sinnar seinna um kvöldið virtist hún í uppnámi. - Hvað gerðist? spurði dóttirin. - Ég þurfti að slá hann tvisvar utan undir. -Var hann svona ágengur? - Nei, ég hélt hann væri dauður. Maður gekk inn á bílapartasölu og fór til afgreiðlumannsins og sagði: - Ég ætla að fá benísnlok fyrir Lönduna mína. - Alveg sjálfsagt. Það eru ágætis skipti. -Pabbi í dag skrifuðum við ritgerð um hvað feður okkar störfuðu. - Nú, hvernig gekk? - Já, kennarinn stendur hérna fyrir utan með tveimur lögreglþjónum. Svo var það kona Hafnfirðingsins sem eignaðist tvíbura. Hún fór út með hlað- na byssu í leit að hinum föðurnum. 0 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.