Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Side 8

Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Side 8
• Lengi býr að fyrstu gerð • Foringjaþjálfun / vetur höfum við í skátafélaginu Faxa sett okkur það markmið að efla foingjaliðið félagsis og starf þeirra. I því fellst ekki eingöngu að gera foringjana hœfari heldur eiitnig að halda uppi fjörugu starfi fyrir foringjana sem slíka og efla þan- nig samstöðu og hópandann meðalþeirra. Tvímœlalaust hefur þetta vorið árangur og mun vonandi gera áfram. Hér á eftir eru greinar eftir foringja sem tekið liafa þátt íþessariþjálfun og segja frá ýmsu sem hefur “droppað inn” íþjálfunina. Utilífsnámskeið Um helgina 29.-31. jan. ákváðu 4 eyjaskátar að drífa sig á eitthvað námskeið og varð útilífsnámskeiðið fyrir valinu. Við fórum með litlum fyrir- vara með Herjólfi á fastalandið en allir áttu að vera mætti niðrá BIS (Bandalagíslenskra Skáta) klukkarn hálf sjö. Við höfðum því nokkurn tíma í borginni og fórum m.a. í keilu og búðaráp á laugarveginum. Námskeiðið var haldið að Lækjabotn- um sem er stutt keyrsla frá R.v.k. Námskeiðið var nokkuð fámennt eða um 12 skátar, fyrir utan mýsnar. Stjórarnir hétu Daði og G(j)æsi, skátar frá Reykjavík og Njarðvík. Námskeiðið var mjög frjálslegt þ.e. ekki of mikið af reglugerðum. Af nafninu að dæma var verið að kenna okkur grundvallaratriði útilífs að sumri og vetri. Farið var í útbúnað, ofkælingu, snjóflóðahættu, göngutækni og fleira. Einnig var allur matur sem var á dagskránni fjallafæða sem er bæði góður mönnum sem MÚSUMl, og þurl'ti því að sendast eftir mat fyrir laugardagskvöldið. Við komum á áfangastað um átta leitið og komum okkur vel fyrir og héld- um síðan „kvöldvöku” sem endaði í nokkurs kona brandaramaraþoni. Flestir sofnuðu um og eftir miðnætti eftir góðan kakósopa. Við vorum ræst nokkuð seint á laugardagsmorgninum en strax eftir morgunmat var haldin fyrirlestur um útivist að vetrarlagi. Eftir hann var farið út að leika til að hrista aðeins upp í liðinu. Við fórum m.a. að síga en svo fundum við snjóhús sem við grófum upp. Okkur langaði að sofa í því um nóttina en svo leiðinlega vildi til að það byrjaði að rigna þegar á kvöldið leið svo við sváfum bara frekar inni. Um kvöldið héldu eyjamennirnir kvöldvöku og sungum við mikið og sýndum skemmtiatriði. Meðal skemmtiatriða var Sveitaforingja- námskeið 2 Nokkrir skátar úr Eyjum fóru á Sveitarforingjanámskeið 2 á Ulfljótsvat- ni helgina 36. -28. febrúar sl. Við fórum nteð Hefjólfi um morguninn og tókum rútuna í bæinn. Þegar að við komum þangað var hópnum skipt í tvennt, þeir sem vildu fara í keilu og þeir sem vildu spásera í Kringlunni. Við hittumst svo aftur kl. 18 í Skátahúsinu á Snorrabrautinni. Þaðan var tekin rúta sem fór með okkur upp á Ulfljótsvatn. Þegar að við komum þangað var klukkan orðin 23. Við gistum í skála að nafni D.S.U. Stjórnandi námskeiðsins var Palli og aðstoðarmenn hans voru Runi og Laddi (skrýtni). Námskeiðið var mjög skemmtilegt og fræðandi, mikið af útiveru á laugardeginum. Það var t.d. farið í 2 ratleiki og við áttum að sjá muninn á þeim (annar var undirbúinn en hinn ekki). Svo var talað um þessa ratleiki í 2 tíma eftir á. Suinum leiddist það og fóru í millu á meðan. Annars var þetta ágætt. Þeir sem fóru á þetta námskeið voru Herdís frábæra, Rósa pæja (Rósí) og Matti. Takk fyrir Herdís og Rósa Landsmóts vítamínið Landsmóts vítamínið var haldið hel- gina 5.-7. mars. Allir skátar sem er að fara á Landsmótið komu niður í KFUM&K og horfðum á spólur frá síðustu Landsmótum, svona til að fá fflinginn, svo sungum við landsmótslag ið saman og átum pizzur. Eftir það áttu allir litlu krakkarnir að fara heim en allir sem eru eldri en 14 á árinu fengum að sofa í Gamla golf- skálanum og gera eitt- hvað saman á laugar- deginum. Þar voru mættir „cooluðustu“ skátarnir á eyjuni fyrir utan Herdísi, Siggu, Steinunni, Önnu Jónu, Sindra A, Palla, Haffa, Sigurjón og Dodda þannig að það var bara einn „cool“ skáti og það var Andri besti. Við gerðum helling skátalegt þar td. fórum við í greddu keppni, hringdum til skátana frá Selfossi sem voru á Akureyri í skíða- ferðalagi klukkan 4 um nóttina til að athuga hvort þeir væru ekki sofandi. Þeirtóku þessu ekkert alltof vel !! Morguninn eftir var farið niður í björgunarfélag og var kennd skyndihjálp á dúkkunni Palla.... Allir fengu að slefa svolítið ofaní Palla og testa hjartahnoð. Síðan eftir það var labbað niður á bryggju og farið í báts- ferð á Þór.... geðveikt stuð. Síðan var farið upp í skála að taka til og allir lifðu hamingju- samir það sem eftir var að deginum. Hei Björgó takk fyrir dúkkulánið og bátsferðina þið í KFUM&K fyrir húsið á föstu-dagskvöldinu. Fyrir hönd allra Andri 0 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.