Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Side 14

Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Side 14
hvert fjúka þá eggin? 2) ímyndaðu þér að þú sért með körfu fulla að bönunum á höfðinu. Þú tekur einn banana og borðaðan, síðan tekur þú hausinn af og leggur hann til hliðar og tekur banana og stingur honum upp í þig?? 3) Þú ert í eins hæða húsi sem er allt blátt , hvernig er þá veggirnir á litinn , en gólfið, en glugginn, en loftið, en stig- inn??? 4) Þú ert í þykjustunni strætóbílstjóri þú stoppar í einu skýli og það koma inn 4 farþegar og þú heldur áfram. Þú stoppar svo fyrir utan kringluna þar fara allir út en koma 2 inn síðan ferðu niður á Hlemm þar fara þessir 2 út en mamma bflstjórans kemur inn hvað heitir hún? Svör: 1) Hani verpir ekki eggjum 2) Maður tekur bananann af borðinu þar sem hausinn var lagður og lætur hann upp í munninn á borðinu 3) það er ekki stigi í eins hæða húsi 4) því nafni sem mamma þess sem þú spyrð heitir Ef sá sem svarar öllu vitlaust er 100% Ljóska en sá sem svarar einni vitlaut er 75% Ljóska en sá sem svarar tveim vitlaust er 45% Ljóska en sá sem svarar þrem vitlausri er 15% Ljóska en sá sem svarar öllu réttu er ekki ljóska YLFINGASVEITIN ZORRO I sveitini Zorro eru 10 krakkar sem voru vígð sem ylfingar þann 22.feb.það sem zorro hefur verið að gera er t.d. jep- paferð í björgunnarbílnum Lunda.2.það var rosa gaman. Svo fórum við Ifka í sleða ferð niður á Stakkó og allir komu með rauðar kinnar heim. Svo kom að mesta fjörinu, kvöldvaka í gamla gólf- skálanum. Þar var farið í leiki, sungið og eldaðar pylsur. Eftir kvöldmat var haldin kvöldvaka sem gekk rosa vel og allir skemtu sér eins og skátum er einum lagið. Framundan er að reina að fara á ylfingamót sem haldið verður í sumar Anna og Guðrún sveitarforingjar Landsmót Skáta 1999 í ár verður 23. Landsmót skáta haldið að Ulfljótsvatni dagana 13.-20. júlí, en lands- mótin eru að jafnaði haldin þriðja hvert ár. Mótið er fyrst og fremst fyrir hinn hefðbunda skátaaldur, en eldri skátar, hjálp- arsveitarfólk og fjöl- skyldur eru að sjálf- sögðu boðin velkomin. Allir skátar, strákar og stelpur, hversu stutt sem þeir hafa starfað og óreyndir sem þeir eru, hvar á landinu sem þeir búa, mæta og taka þátt í landsmótinu. Þar eru engir vara- mannabekkir þvf þar eru allir virkir og lifandi þátttakendur í ævintýri. Landsmót skáta í ár verður tvímælalaust langfjölmennasta lands- mót sem skátahreyfingin á Islandi hefur staðið fyrir. Á Ulfljótsvatni mun rísa öflugt bæjarfélag með 4000 - 5000 íbúum. Hápunktur mótsins verður laug- ardaginn 17. júlí en þá mun verða sérstök hátíðardagskrá sem endar með glæsilegri kvöldvöku og er það nokkuð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Landsmótin eru ávallt með alþjóðlegu ívafi því erlendir skátar eru jafnan fjöl- mennir og að þessu sinni munu nokkur hundruð erlendir gestir taka þátt í mót- inu, frá urn 25 löndum, ýmist sem almennir þátttakendur eða sem starfs- menn. Þar af leiðandi eru Iandsmót eftirsóknaverð fyrir íslenska skáta sem fá tækifæri til að upplifa í raun hið alþjóðlega samfélag sem skátahreyf- ingin er Dagskrá mótsins verður allt í senn, fjölbreytt, vönduð, spennandi og gef- andi. Hún krefst virkrar þátttöku skát- anna og skapar skilyrði fyrir sköpunar- gleði þeirra. Starfsrammi mótsins er „leiktu þitt lag” og tengist það að sjálf- sögðu söngnum sem er stór hluti af skátastafinu. Hvernig væri skátastarf annars ef kvöldvökurnar vantaði? Yfír daginn starfa þátttakendur í sínum skátaflokkum við fjölbreytt við- fangsefni sem þeir velja sjálfir. Markmiðið með þessari dagskrá er að veita skátaflokknum tækifæri til að velja sér þau viðfangsefni sem flokkamir hafa sjálfir mestan áhuga á að glíma við. Dagskrárstjóm mótsins hefur tekið saman hefti með 80 mismunandi verkefnum sem flokkarnir geta valið úr. SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.