Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Side 15
Frá landsmóti 1996. Danspallurinn og f. - aftan er eitt af mörgum torgunum
Til einföldunar er valverkefnum skipt
upp í fjóra flokka og þeir eru nefndir
„Ef væri ég söngvari” en sá flokkur
inniheldur margskonar verkefni tengd
listum. „Blátt lítið blóm eitt er” sem
innihaldur verkefni í sambandi við
umhverfis- og samfélagsmál. „Eg berst
á fáki fráurn”, í þeim flokki eru
nrargskonar ævintýraferðir. Og síðast
en ekki síst „Fjör í flokk” sem inniheld-
ur margvísleg verkefni sem llokkurinn
getur valið sér þegar komið er á
mótsstað.
Skátabúðimar skiptast niður á fimm
torg sem öll heita eftir þekktum dönsum
og munu litir, tónlist og dansar auð-
kenna þau og skapa hverju torgi sína
sérstöðu. Torgin verða: Tango, Mambo,
Cha Cha, Salsa og Jive.
Starfræktar verða sérstakar tjaldbúðir
þar sem fjölskyldur skátanna og van-
damenn geta komið sér fyrir. Fjölbreytt
dagskrá verður þar í boði fyrir alla
aldurshópa. Ekki þarf að tilkynna þátt-
töku þar auk þess sem hægt er að dvelja
eins lengi og gestir óska.
Innan landsmótsins verður haldið
sérstakt ylfingamót. Ylfingarnir eru
framtíð skátastarfsins og því er mikil-
vægt að þeir fái tækifæri til að upplifa
landsmótsævintýrið. Ylfingamir eru að
sjálfsögðu velkomnir með foreldrum
sínum í fjölskyldubúðirnar. Á meðan að
ylfingamótið stendur, verður boðið til
sérstakra tjaldbúða þar sem hjarta ylfi-
namótsins mun slá.
Aldrei hefur Faxi sent eins fjölmenn-
an hóp skáta á landsmót sem nú. Um
fimmtíu skátar munu fara á rnótið auk
farastjóra og aðstoðarfólks.
Eins og fram kemur hér að framan er
landsmót sannkallaður toppur skáta-
starfsins. Þar munu skátarnir þurfa að
kljást við krefjandi og þroskandi
verkefni sem fylgir því að búa í tjaldi í
heila viku. Eflaust munu þátttakendur
búa við þá lífsreynslu alla ævi. Því ætti
enginn skáti að láta landsmót fram hjá
sér fara, þau eru ekki á hverju ári.
Fyrir hönd landsmótsfara
Júlía
(gCeðíCegt
sumar
«
SPARIS J OÐUR
VESTMANNAEYJA
(gCeðíCegt sumar (gCeðíCegt sumar
Bllaverkstæði
ÍSLANDSBA NKI Harðar & Matta
SKÁTABLAÐIÐ FAXI 0