Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Síða 16
Sagan
Robert lord Baden-Powell stofnaði
skátahreyfinguna. Hann var dugleg-
ur í skóla, og þegar hann kláraði
skólann gekk hann í herinn. Hann
var sendur til Indlands, þar lærði
hann margt gagnlegt t.d að teik-
na upp landakort. Alltaf þegar
hann hafði tíma ferðaðist hann
um frumskóginn og veiddi villi-
dýr. Aðeins 26 ára var hann
gerður að höfuðsmanni vegna þess
hvað hann var duglegur við að
njósna og læðast. Seinna fór hann
svo til Afríku til að þjálfa hermenn.
Nokkrum árum síðar hófust svo
stríð í Afríku og það var umsátur
um borgina, sem hann var hers-
höfðingi í, þetta stóð í 217 daga en
þá komu hermenn og björguðu
Baden-Powell og hans fólki. Þegar
hann kom heim til London var hann
mjög frægur, en þá höfðu hugmynd-
ir hans um skátahreyfinguna skotið
upp kolli. Hann hafði hugsað ská-
tana sem skemmtilegt og þroskandi
verkefni fyrir drengi sem höfðu lítið
sem ekkert að gera. Hinn 25 júlí
1907 fór Baden-powell með 20
drengi til Brownsea eyju, frægs
smyglaraaðsetur frá fyni tíð. I viku
langri útilegu sannreyndi hann
hugmyndir sínar um skátana. Eftir
útilegunna skrifaði hann skátabók-
ina. í fyrstu voru aðeins drengir í
skátunum en seinna fékk Baden-
powell Agnesi systur sína til að
breyta skátabókinni svo hún væri
einnig gagnleg fyrir stelpur. Seinna
stofnaði hann sérstakar ylfinga-
um
sveitir. Árið 1922 gaf Baden-Powell út
bók fyrir eldri skáta sem hann kallaði
Róverskáta.
Hann giftist Olave st. Clair, hún
hafði mikinn áhuga á skátunum.
Árið 1920 var haldið í Englandi
fyrsta alheimsmót skáta. Þar var
hann útnefndur Alheimsskáta-
höfðingi og hefur hann einn
borið þann titil hingað til. Á
alheimsmóti í Danmörk 1924
rigndi mjög mikið, þá sagði
Baden-Powell „hvaða kjáni
sem er getur verið í útilegu í
góðu veðri, en það þarf skáta til
þess að vera í útilegu í slæmu
veðri og hafa það gott”
Skátastarfið barst hratt um allan
heim og Baden-Powell ferðaðist þá
mikið. Við hátíðarhöld á alheimsmóti
skáta í Englandi árið 1929, var stríðsöxi
grafin þá sagði hann: „frá þessum degi
er friðartákn skátana, Gullnaörin; berið
hana hátt og örugglega meðal þjóðanna
svo að þær kynnist alheimsbræðralaginu
sem skátar mynda”.
Árið 1937 var haldið stórt skátamót í
Hollandi og við mótslit afhendi hann
hverri þátttökuþjóð mótsmerkið
Jakobskrossinn og við það flutti hann
síðustu stóru ræðu sína til skátanna í
heiminum.
Síðustu ævi ár sín bjó hann í Kenya í
Afríku. Hann lést þann 8 janúar árið
1941 og fluttu skátar og hermenn hann
til hinsta hvíldarstaðar í skugga fjallsins
mikla Mont Kenya.
Flokkurinn Flugur
(gCeðíCegt sumar (gCeðíCegt sumar
BÆ|ARVEITUR RANNSÓKNARSTOFNUN
X) VESTMAN N AEY|A mJM FISKIÐI\IAOARII\IS
SKÁTABLAÐID FAXI