Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Blaðsíða 19
Brandarar
Eftirtaldir aðilar
styrkja skátastarfið
Ahaldaleigan
Bensínsalan Klettur
Bókabúðin
Brimnes
Eðalsport
FOTO
Geisli
Haukur Guðjónsson
Húsey
Mósart
Olís
Olíufélagið hf. - ESSO
Reynistaður
Tvisturinn
/
VIS - tryggingarfélag
Hagskil
Miðstöðin
Páll Zóphóníasson, teiknistofa
Þróunarfélag Vestmannaeyja
- Pabbi, hvar varstu? - Ég var með
Önnu úti í hlöðu, - Já, og hvað voruð
þið að gera? - Ég veit það ekki, en
það verður uppáhaldsleikurinn minn
hér eftir.
Hver er uppáhaldsréttur eigin-
mannsins?
Spurningunni svarar að þessu
sinni Jóna skáti eiginkona
Þangbrands Slagbransdssonar
Varlatilstræti 16.
Þangbrandur er skáti og matmaður
mikill, en þó fellur honum ekki við
mjög „brasaðan" mat. Vegna þess
tek ég ætíð með í útileguna heil-
næma og góða skátafæðu.
A mínum yngri árum átti ég þess
kost að dveljast á foringjaskólanum
á Ulfljótsvatni og lærði ég þá að
matbúa eftirfarandi rétt, sem ofar-
lega er á vinsældarlistanum hjá
Þangbrandi: Létt saltað hjólhesta-
kjöt með grænsápustöppu, einnig
höfum við stundum tjörusósu út á.
Það besta sem hann fær á eftir er
strigapokasúpa. Öðrum skátum til
fróðleiks og glöggvunar ætla ég að
rita það helsta í sambandi við
matreiðslu á hjólhestakjötinu.
Fyrst skal kjötið skorið niður í
mjóar þunnar sneiðar en síðan skal
því hampað lof á milli 10-15 sinn-
um.
Kjötið skal borið í matarolíu. Best
finnst mér að nota Shell x-100, en
því næst skal það steikjast. Best
hefur mér reynst að steikja það í
náttgangi (kopp) enda eru slíkir hlut-
ir mjög vinsælir til mataframleiðslu
hjá skátum.
Ef öllum fyrrnefndum atriðum er
fylgt, er ég viss um að ofangreindur
réttur á eftir að vera mjög vinsæll.
SKÁTABLAÐIÐ FAXI