Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Qupperneq 2

Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Qupperneq 2
Guðrún Helga Bjarnadóttir Biðin Það er búið að vera alveg yndis- legur tími undanfarnar vikur, eða réttara sagt aðventan. Það er sá tími sem við notum til að undirbúa okkur fyrir jólin. Hvernig við stöndum að þeim undirbúningi er misjafnt, en ég held að flestir geri það sem þeim finnst skemmtilegt og uppbyggilegt. Fjölmiðlaumfjallanir um stress- aðar húsmæður fyrir og eftir jólin er eitthvað sem maður á ekkert að vera að hlusta á. Ég held við gerum nákvæmlega það sem okkur hentar að gera og ekki meir. Jólin koma alltaf á sama tíma árlega, hvort sem við erum tilbúin eða ekki. En það er svo skrítið að þegar jólin ganga í garð er allt fullkomnað, fjölskyldur sameinaðar, friður á jörðu og í hjört- um mannanna og gleði og eftirvænt- ing skín úr andlitum barnanna. Eða er ekki svo? Þannig ætti þetta að vera, en það er svo skrítið að þetta virðist ekki vera þannig í raun. Það eru því miður allt of margir sem eru einmana um jólin og aðrir sem standa frammi fyrir því að velja á milli þess að gefa börnunum sínum gjafir eða gera vel við sig í mat og drykk. Hvað er eiginlega að? Mig langar til að deila með ykkur sögu af ágætri konu sem dvaldi á elliheimili síðustu æviár sín. Hún var vön því að einkasonur hennar sótti hana um fjögurleitið á aðfanga- dag og hún var vön að verja að- fangadagskvöldinu með honum og fjölskyldu hans. En svo bar til eitt árið, að konan sat í anddyrinu frá því klukkan tvö um daginn. Hún vildi vera tilbúin tímanlega svo hann þyrfti ekki að bíða eftir henni. En hún beið þarfa fram yfir klukkan sex. Þá birtist sonurinn með pakka til hennar og afsakaði sig. En þau hjónin höfðu ákváðið að eyða jólunum með vinafólki sínu uppi í sumarbústað þetta árið. Hann hafði bara gleymt að láta hana vita. Sú gamla hafði misst af kvöldmatnum á elliheimilinu og útvarspmessan var byrjuð. Auðvitað fékk hún mat, en aðfangadagskvöldið varð allt öðru vísi en hún hafði vanist og átt von á. Látum það ekki henda okkur að láta það fram hjá okkur fara ef við vitum af einhverjum sem er ein- mana. Hringjum, lítum í heimsókn eða bjóðum til okkar þeim, sem við vitum að þannig er ástatt fyrir. Við getum sjálf lent í þessari aðstöðu og þá væri gott að eiga von á einhverj- um góðum vin eða ættingja sem lætur sig okkur varða. Kæru skátar, Eyjamenn og aðrir lesendur, megi friðarboðskapur jólanna og samheldni ná til ykkar allra. Guð gefi þér gleðileg jól! 369.405 Ská 1999 17(2) Átthagi Útgefið í desember 1999 Skátablaðið Faxi. Átthagadeild 14205134 Útgefandi: Skátafélagið Faxi Ábyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson Ritstjóri: Freydís Vigfúsdóttir Auglýsingar: Sigríður Guðmundsdóttir Ritnefnd: Dróttskátasveitin Weztmenn Prófarkalestur: Einar Örn og Freydís Prentvinna: Prentsm. Eyrún hf. Bókasafn Vestmannaeyja 0 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.