Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Page 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Page 4
svcita Frábærasveitin Fífill Hluti sveitarinnar á myndakvöldi Þau eru myrkfælin Við viljum endilega segja ykkur frá frábærusveitinni Fífli. Þessi sveit hefur tvo sveitiarforingja, fullt af foringjum og nokkra flokka. Sveitarforingjarnir heita Helga og Stína. Flokkarnir okkar heita Myrkfælnir Draugar, Vofur; Flugur og Rassálfar og svo höfum við líka einn öldung. Öldungurinn sér um það að fylgjast með og hjálpa til. Núna undanfarið höfum við verið að koma okkur fyrir í Skátaheimilinu okkar sem við erum ánægð með að hafa fengið aftur. Við máluðum herbergið okkar og erum að vinna í því að innrétta það. Við höfum líka farið í eina óvissuferð við getum ekki sagt ykkur hvað gerðist í henni útaf því það er náttúrulega óvissa en eitt skulum við segja ykkur að við héldum kvöldvöku sem heppnaðist ágætlega eitt það merkilegasta sem við gerðum í þessari kvöldvöku var það að við klæddum öldunginn okkar hann Mannsa í öldungarfötin útaf því að hann lítur ekki út eins og öldungur. Þess vegna þurftum við að gera hann að öld- ungi. Bráðlega ætlum við að fara í báts- ferð og hafa útilegu og vonum við að það gangi bara vel. Við höfum ekki mikið meira að segja nema eitt að lokum við viljum hvetja alla til að hugsa jákvætt því að þá er náttúrulega svo gaman að lifa. Stína og Helga sv.for. Myrkfælnir draugar !!! Við í Myrkfælnum draugum höfum gert margt skemmtilegt síðan við hófum skátastarfið í vetur. Við byrjuðum árið á því að fara í útilegu í Skátastykkið og tókst hún alveg frábærlega vel. Það sem okkur fannst skemmtilegast var þegar við vorum að fela 2. L. kókflösku með gulu bandi og vatni í á túninu fyrir neðan Skátastykkið. A einum skátafundi eftir útileguna fórum við í blindraferð um bæinn. Tilgangurinn var að reyna að gera okkur grein fyrir því hvernig það er að vera blindur. Allir voru með trefil bundinn fyrir augun nema foringjarnir sem leiddu þá blindu um bæinn. Nýlega eftir að snjórinn kom fórum við í smá leiðangur upp á fjall fyrir ofan Sprönguna og tókum með okkur svarta ruslapoka. Við bjuggum til „litla” braut niður fjallið og brunuðum niður. Það var ÝKTFJÖR!!! Margt margt fleira skemmtilegt og spennandi höfum við gert og ef þú hefur áhuga á skátastarfi og ert 10-12 ára þá endilega kíktu á fund til okkar í Skáta- heimilinu við Faxastíg á miðvikudögum kl: 17:30. Gleðileg jól; Sigrún H, Fanney, Sigrún B., íris Dögg, Sif og Bergur Páll Foringjar; Berglind Osk Sigvardsdóttir og Kristín Halldórsdóttir 0 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.