Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Blaðsíða 5

Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Blaðsíða 5
Vofur Hæ, hæ! Við erum hér stelpur í skátaflokknum Vofum. Skátaforingjar okkar eru Sjöfn Kolbrún og Elva Dögg. Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur í vetur við erum t.d. búnar að læra um Baden Powell og svo erum við einnig búnar að læra að flagga og brjóta fána rétt saman. Við höfum farið í eina útilegu upp í Skátastykki og það var mjög gaman. Við erunt líka búnar að gera margt fleira eins og fyrir stuttu fluttumst við aftur í Skátaheimilið. Allir hjálpuðust að við það. Jæja við verðum að stoppa en gætum alveg skrifað endalaust um okkur því það er svo gaman í skátunum. Við þökkum bara fyrir okkur Kveðja; Vofur Rassálfar! Við erum flokkurinn Rassálfar, við erum öfga flottur flokkur með alveg helling af starfi í gangi. I Rassálfum eru...Anna Eir, Halli, Jóna Heiða, Kristín Alda og Valur, flokksforingi Rassálfa er...Herdís. Sum af okkur fóru á Landsmót skáta, sem haldið var 13-20. júlí, það var alveg geðveikt mikið stuð þar, við fórum t.d. í hellaskoðun, sig, göngur, tókum viðtöl við frægt fólk, og margt, margt fleira. Núna í vetur erum við erum búin að gera alveg helling á fundum s.s. fara í göngu, syngja, sleðaferð o.fl. Við hvetjum alla krakka til að byrja í skátunum því að þetta er æðislega gaman og það má enginn missa af þessu. Rassálfar Flugur Hæ, hæ! Við heitum Flugur og erum 5 stelpur og 2 foringjar. Við erum búnar að fara í eina útilegu og það var mjög gaman. Svo höfum við haft nammifund og gert margt fleira skemmtilegt en nú biðjum við að heilsa. Flugur. Frábæri flokkurinn Rassálfar Sendum öllum bæjarbúum gleðiíegra jóía með þökk fyrir viðskiptin á árinu Starfsfólk og eigendur Sendum öllum bæjarbúum bestu óskir um Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum ykkur góð viðskipti á árinu sem er að líða ÍSLANDSBANKI SKÁTABLAÐIÐ FAXI o

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.