Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Blaðsíða 10
Faxar voru mjög áberandi á þessu
móti, allir í rauðum varðeldaskykkjum
og flestar stelpurnar í dróttskátasveitinni
voru búnar að gera sér „gamla“ skáta-
kjóla og Palli var í gömlum strákabún-
ing. Við vorum svo heppin að hafa einn
trommara í félaginu, hann Jóa svo við
marseruðum alltaf í tvöfaldri röð á
kvöldvökur og í fána. Og ekki má gley-
ma flaggstöngini okkar en hún var að
sjálfsögðu hæsta flaggstöngin á svæðinu
eins og á öllum mótum og svo göngin
inn í Eyjarnar sem Arni Johnsen vígði.
Ræs á þessu móti var frekar snemma,
klukkan 7. Svo var morgunmatur og
fáni að því loknu hófst flokkadagskrá
sem endaði um kvöldmat og svo voru
annað hvort torgakvöldvökur eða kvöld-
vökur sem voru haldnar á stóra sviðinu
sem allir mættu á. Öll kvöld að kvöld-
vökum loknum fengu Faxarnir mömmu
Rósu kakó. Eftir það fóru flestir í hátt-
inn en þau sem voru komin á drótt-ská-
taaldurinn ( 16 og uppúr) fengu að vaka
lengur og var þá helst farið á kaffihús,
annahvort í Hraunbyrgi, fyrir þá sem
vildu hafa það rólegt og spjalla við vin-
ina eða á dansstaðinn Kaffi Reyf sem
var tjaldað frekar langt frá tjaldbúð
vegna hávaða því þar var DJ fram eftir
kvöldi og var þar alltaf stappað af
dansandi skátum.
Landsmót er eitthvað sem enginn
skáti lætur fara fram hjá sér og er alveg
einstök tilfinning og á maður margar
góðar minningar og vini eftir þau.
Sigga og Steinunn
Smiðjudagar 1999
v
Smá labbitúr í Vera-hvergi eða Hver-gerði (Þe. Hveragerði)
Helgi eina í október fóru nokkrir
Faxar, Sigga, Steinunn, Herdís og Palli á
smiðjudaga, sem að þessu sinni voru
haldnir í Hveragerði. Einnig var þar í
gangi JOTI-JOTA en það er alþjóðlegt
„skátamót" á netinu og í loftinu. Þá gat
maður farið á netið hvenær sem maður
vildi og talað við aðra skáta víðsvegar
um heimin og því gistum við í skólanum
í Hveragerði þar sem nóg var af tölvum.
A föstudagsnóttinni var haldin róman-
tísk sundferð (sundlaugapartý). Það var
búið að troða hátölurum allsstaðar í
kringum sundlaugina í Hveragerði og
partýað fram eftir kvöldi.
Daginn eftir -snemma- var öllum hóað
inní sal og haldin var LANGUR fyrir-
lestur um jarðskjálfta. Þess má geta á
þessu móti var ekkert ræs og engin
kyrrð svo margir fóru ekkert að sofa eða
það var enginn FRIÐUR til þess og því
notuðu margir tækifærið að sofa á fyrir-
lestrinum. Svo seinna um daginn var
komið að því að fara í leiðangra sem
maður hafði skráð sig í kvöldið áður. I
boði var að fara í hellaferð, sig, ganga,
fara á Úlfljótsvatn og vera á JOTI-JOTA
(on the internet/on the air) og fleira.
Allir Vestmannaeyingarnir skelltu sér
náttúrulega í sigið sem var í boði
Hvergerðinga. Um kvöldið var haldin
kvöldvaka en henni var stjórnað af nýja
smiðjulærlingahópnum, svo eftir það
var diskó inná sal. Dagskránni var svo
slúttað með FRÁBÆRUM næturleik og
það vann, auðvitað, liðið sem Vest-
mannaeyingarnir voru í, en það var að
mestu leiti skipað Föxum og Strókurum
(Hveragerði).
Á Sunnudeginum var boðið uppá
smiðjur sem maður gat farið í t.d pöddu-
smiðja, álsmiðja, blómasmiðja ofl. Svo
voru slit um hádegi og allir fóru glaðir
heim.
Sigga og Steinunn
SKÁTABLAÐIÐ FAXI