Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Síða 11
Dalakotsferð '99
Ævintýri á heiðinni
Spilað á gítar og sungið í Dalakoti
stað aftur. Svo fóru allir inn og fóru að
búa sig í háttinn . Við vöknuðum seint
og um síðir morguninn eftir. Allir voru í
letikasti þangað til að þeir uppgötvuðu
að þeir væru svangir og höfðu gefist upp
á nestinu sínu!
HÆKIÐ!!!!
Einhverjum snillingum datt í hug að
það gæti mögulega verið sjoppa í
skíðaskálanum í Hveradölum. Svo við
héldum af stað í brjáluðu veðri og
gengum og gengum og komumst þang-
að á endanum lafmóð, köld og blaut
(skíðaskálinn er hinumegin við götu-
na!). Einhverjir súperskátar fóru þó að
leika sér á snjóbretti í góða veðrinu! Við
stoppuðum í skíðaskálanum í rúma tvo
klukkutíma. Við komumst að því að
þarna var engin sjoppa en þarna var
mjög elskulegur þjónn sem leyfði okkur
að vera þarna. Við stelpurnar vorum
mjög ánægðar að komast á almennilegt
vatnsklósett!!! (A.T.H. í Dalakoti er
ekkert vatn, ekkert rafmagn og ekkert
klósett, bara mjög „girnilegur" kamar!)
Svo fengum við að hengja upp blautu
fötin. Svo af því að þetta var mjög
glæsilegt hús og við sáum nokkra veitin-
gasali vildum við grennslast fyrir um
hvort það væru nokkuð í boði einhverjar
veitingar. HERDÍS fór og spurði
þjóninn. Við gátum ekki fengið neinn
mat en hann bauð okkur samt kakó á
100 kr. Við þáðum það með þökkum.
Svo þegar við vorum á leiðinni út
upplýsti þjónninn að við hefðum verið
mjög heppin að hafa ekki komið að
tómum kofanum því einmitt þennan dag
var haldinn árshátíð Osta- og
smjörsölunnar í skálanum og þess vegna
hafði hann verið opinn. Það var víst þó
með þeim skilyrðum að einungis gestir
árshátíðarinnar fengju að koma inn í
skálann þennan dag. Við viljum því
þakka þjóninum fyrir gestrisnina og
mælum mjög mikið með
Skíðaskálanum í Hveradölum!! Veðrið
hafði versnað mjög mikið á meðan við
vorum inni og héldum við út í svo
Helgina 5.-7. nóvember lögðu
langhressustu skátarnir í Vestmanna-
eyjum af stað í hina árlegu Dalakots-
ferð. Allir voru geðveikt spenntir í
Herjólfi og enginn ældi. Ármann Foss-
búi kom svo og sótti okkur í Herjólf og
keyrði okkur upp í Dalakot. Þar hittum
við svo Mumma, Siggu, Steinunni og
Palla. Palli átti að vera foringi af því að
Mummi þurfti að fara e-ð. Þetta varð því
að stórum hluta foringjalaus útilega. Á
föstudagskvöldið fengum við nokkra
gesti, þ.e. Jón Grétar og Gísli Kópar,
Ásgeir Hraunbúi og nokkrir frá Selfossi.
Þá fóru einhverjir að syngja en aðrir
fóru að leika sér að láta braka í bakinu
hvert á öðru. Svo kom Mummi með
einn ónefndan Hvergerðing með sér um
kvöldið þar sem hann fann ekki Magnús
(gullfisk) Fossbúa sem átti að koma og
vera með kvöldvöku. Svo fóru allir
gestimir nema Gísli.
Hjálpsamir Islendingar!!!!
Þá fórum við út að tékka hvað
íslendingar væru hjálpsöm þjóð.Við
komumst að því að íslendingar eru bara
ekkert hjálpsamir. Við fórum öll að veg-
inum og svo lágu allir í grasinu nema
við skiptumst á að standa við vegakant-
inn og húkka far. Við þurftum að bíða
mjög lengi eftir að bíll stoppaði fyrir
okkur, það gerðist þó á endanum og
þegar bíllinn var stopp stóðu allir upp og
bflstjórinn var ekki lengi að bruna af
Verið að drekka kakó í Skíðaskálanum
SKÁTABLAÐIÐ FAXI