Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Page 13
Súperskátar í Esjuferð
Þegar áttavitinn er ómissandi
Þann 24. september síðastliðinn héldu
nokkrir skátar úr Vestmannaeyjum af
stað í ferðalag. Ætlunin var að hitta
nokkra skáta í skátafélaginu Kópum í
Kópavogi og fara með þeim í útilegu.
Við gistum í alveg æðislegum skála á
Esjusvæðinu. Skálinn heitir Þristur og
þess má geta að þar er ekkert rafmagn,
ekkert rennandi vatn (nema í læknum
fyrir utan) og ekkert klósett og
ENGINN KAMAR !!!!! Því þurftum
við bara að notast við náttúruna. Fyrra
kvöldið gerðum við frekar fátt. Samt
ákváðu nokkrir vestmmanneyskir súper-
skátar (Anna Jóna, Palli, Sigga,
Steinunn og María Sif) að sofa úti undir
berum himni. Við vöknuðum snemma
morguninn eftir og byrjuðum strax að
undirbúa okkur fyrir gönguna.
Einhverjir fóru með Björgunarfélaginu
sem hafði fengið að fljóta með en ég
(Anna Jóna) og María Sif fórum í göngu
með nokkrum Kópum. Við lögðum af
stað rétt fyrir hádegi og byrjuðum á að
labba upp á efsta toppinn sem við sáum.
Þar uppi elduðum við okkur pasta sem
heppnaðist bara ágætlega. En þegar við
vorum komin þangað upp sáum við
auðvitað topp sem var ennþá hærri en sá
sem við vorum á. Og þá byrjuðum við
að labba. Við náðum að lokum alveg
upp. Þá sáum við ÖFGA flottan, risa-
stóran dal og ég fór að skamma sjálfa
mig fyrir að hafa ekki komið með
myndavél. Þegar við vorum þar uppi
sáum við „hraustu“ strákana í nýliðum
tvö í Björgunarsveitinni hvíla sig á neðri
toppnum. Þeir hvíldu sig þar mjög
lengi. Við aftur hlupum niður fjallið
og fórum því geðveikt „vel“ með
dýru gönguskóna okkar.Við stopp-
uðum við læk sem var þar hjá og
fylltum vatnsbrúsana okkar sem
voru löngu orðnir tómir. Svo
hlupum við niður gil sem var
þar. Það virtist endalaust langt.
Við skemmtum okkur samt
mjög vel á leiðinni, sérstaklega
við María Sif þar sem við
vorum í keppni mestallan
tímann. Þegar við vorum komin
niður stoppuðum við til að éta og
pissa. Svo lá leiðin að Tröllafossi.
Við vorum mjög lengi á leiðinni.
Samt komumst við þangað á
endanum. Þar teiknaði María Sif glæsi-
lega mynd af Tröllafossi. Eftir smástopp
þar héldum við af stað aftur í Þrist. A
leiðinni þurftum við að fara yfir þrjá
„hóla“ í blindaþoku og vonuðumst til að
vera á réttri leið. Hólarnir voru hver
Verið að stúdera landakortið
Herdís og Palli að elda á prímus
svipaðir og Heimaklettur á hæð! Að
lokum sáum við í skálann og urðum
mjög fegin. Við hlupum strax inn og þá
var klukkan orðin 20. Við komum inn
tveimur klukkutímum á eftir hinum
hópunum og voru sumir farnir að hafa
áhyggjur af okkur. Þetta sannar hvað
skátar eru frábærir að fara í lengstu gön-
guna! Þar beið okkar svo girnilegur
kvöldmatur (lambalæri grillað grafið
ofan í
jörðinni). Við komum akkúrat á réttum
tíma í mat! Eftir mat og grillaða banana
fórum við að syngja. Það var æðislega
gaman og fengum við mjög góða gesti,
s.s. Sigga Úlla og Magnús gullfisk. Við
vorum syngjandi langt fram á nótt! Að
lokum sofnuðum við og fengum að sofa
út. Rútan kom svo og sótti okkur um
hádegi á Sunnudeginum. Þá fórum við í
bæinn og fengum að geyma farangurinn
okkar í skátaheimilinu hjá Kópum.
Þaðan ætlaði Jón Grétar í Kópum að
skutla honum niður á BSÍ rétt áður en
rútan færi. Það var mæting í rútuna kor-
ter yfir fjögur þannig að við bjuggumsl
við að það yrði nóg að koma með
farangurinn tuttugu mínútur yfir.
Svo héldum við áhyggjulaus af
stað með strætó í Skautahöllina.
Við hittum stórfurðulegan mann
á strætóstöðinni. Við skemm-
tum okkur æðislega á skautum
og vorum eins miklir
Vestmannaeyingar og hægt
var! Svo fórum við þaðan með
strætó niður á BSI. Við vorum
komin þangað tæplega korter
yfir fjögur og þurftum samt að
stoppa rútuna!! Það segir sig þá
sjálft að farangurinn komst ekki
með! Eftir mörg símtöl og vesen
var ákveðið að senda farangurinn
bara með flugi. Farangurinn var því
kominn heim á undan okkur. Ferðin
heim gekk vel.
Takk fyrir að lesa þessa frábæru grein
Kveðja
Anna Jóna súperskáti.
SKÁTABLAÐIÐ FAXI