Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Side 15

Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Side 15
Kristínu sem ekki losnaði við Matta úr símanum. Svo fórum við að tala við Vfking og hann fór með græjurnar sínar upp á hól og byrjaði að spila þar einhverja hall- ærismusik og ég komst að því að Víkingur var helmingi meiri hallæris- gæji heldur en Bragi, en Kristín var ennþá með sömu stjörnurnar í augunum. Svo nenntum við ekki að standa í þessu lengur og fórum bara að sofa. Um morguninn nenntum við ekki að vakna og þvf fengum við ennþá lélegra í tjaldbúðaskoðun heldur enn á laugar- dagsmorgninum. Það var svo slæmt að þeir sem skoðuðu tjaldið komust ekki inn fyrir drasli. Svo eftir það fórum við í póstaleik. Þar var meðal annars látið okkur baka pönnukökur yfir opnum eldi, hjól- börukapphlaup og margt fleira. Svo fórum við aftur upp í tjaldbúð og þurftum að byrja á því að taka til það gekk frernur hægt enda misstum við næstum af ferjunni. Þegar við komum aftur á fastalandið skelltum við okkur í Laugardalslaugina þar sem Elva Dögg og Kristín kynntust mestu gribbu í heimi. Það lá bara við að hún hefði barið þær þarna vegna þess að við settum óvart tvo peninga í sama skápinn og báðum hana því um hjálp. En þetta reddaðist allt saman. Svo fórum við líka út að borða og þaðan sótti Ármann okkur á pínulítilli rútu og skutlaði okkur í bíó. Þar fóru allir á Austin Powers nema Elva Dögg því hún var búin að sjá hana. Hún bara fór á einhverja aðra mynd sem var víst alveg ágæt. Svo fórum við í þessari pínulitlu rútu niður í Þorlákshöfn og vorum komin þangað um svona 1.30 um nóttina. Við biðum svo eftir Herjólfi en fórum svo með honum um 2.00 og fórum í stóru glug- gakistuna og sváfum til rúmlega 5.00 og tróðumst þá mygluð og svefndrukkin út úr Herjólfi og hver ætli hafi staðið þar að bíða eftir Krisínu? M ATTI!!!! Honum tókst svo að smygla til hennar tösku með blómum og einhverri 40 blaðsíðna ritgerð um hvað hann elskaði Kristínu mikið. En það fór samt svo að þau byrjuðu saman aftur sama dag. En annars var þetta mjög skenntilegt mót og við vitum vel að við sögðum nú ekki mikið frá klíkunni hennar Freydísar enda vorum við ekkert að pæla í þeim alla helgina. Við vitum bara að þau gerðu einhvem Islandsflokk eða eitthvað. En ef þau verða eitthvað spæld þá er það ekki okkur að kenna að við fengum þetta verkefni. Takk fyrir Elva dögg og Leifa I Skítugum naríum Faxa. I sumar var farið og „slappað af’ í Viðey á landnemamóti. Dróttskáta- sveitin ásamt flokknum Skítugar naríur og Páli Magnúsi fóru þangað og voru Faxarnir á víð og dreyf um svæðið. D.s sveitin gistu í sama tjaldi og Fossbúarnir en Sk.naríur voru á svæði með Hraunbúum. Það var lítil dagskrá svo það var bara mest slappað af. Það var súrrað og súrruðu D.s og Fossbúar „æðislega" eldhúsinnréttingu. Flokka- keppni var haldin og unnu Fossfaxar keppnina þrátt fyrir það að Faxbúar voru búnir að drekka 5 lítra af MYSU ojjj sem ég persónulega mæli ekki með. Á kvöldin voru auðvitað haldnar kvöld- vökur og svo má ekki gleyma því sem einkennir Viðeyjarmót en það er bryggjuballið, harmonikkubandið kom að spila og voru dansaðir gamlir íslensk- ir dansar og var marserað. Þetta var frábært!! Svo eftir þetta voru spilaðir diskar fyrir þá sem voru enn í fullu fjöri. Eftir mótið fóm Faxar, nokkrir Hraunbúar, Ármann og Elín Fossbúar á Pizza Hut og á Austin Powers 2 í bíó var svo farið með 2 ferðini (um nótt) með Herjólfi, aukaferðir voru vegna Pollamótsins og var því komið heim kl 5 um morguninn. Sigga og Steinunn Allir skátar hoppa með r Hoppgjald er kr. 2.165,- og gildir fyrir alla 12-26 ára ISLANDSFLUG SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.