Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Page 17

Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Page 17
Þátttakendur og leiðbeinendur Gilwell '99. átti á. Á leiðnni átti að hafa viðkomu á ýmsum stöðum, fjalli, bæ eða jafnvel fossi og leysa meðfylgjandi verkefni. Besti flokkurinn, Dúfurnar, fengu það mikla verkefni að ganga upp á Búrfell, niður að Búrfellsbæ, að kerinu í Grímsnesi og til baka með ýmsum krókum og viðkomum. Okkur hefði ekki tekist þetta nema með orkunni úr namminu hans Mannsa svo honum eru færðar bestu þakkir fyrir það. Þrátt fyrir miklar tilraunir til að reyna að koma í veg fyrir það, þá leið tíminn áfram alltof hratt, en þannig er það oftast þegar það er gaman. Síðasta kvöldvakan leit dagsins ljós og með söng í eyrum fengum við okkur kakó að skátanna sið að henni lokinni. Við vild- urn ekki trúa því að við ættum að fara að sofa og vakna til að taka saman og fara heim með kveðjuorð á vör, svo við ákváðum að reyna storka við örlögunum og vöktum fram á nóttina við gítarspil og sönghljóm. Flestir fóru að draga ýsur er klukkan nálgaðist þrjú en við vorum nokkur sem ákváðum að skella okkur bara í sund til að halda okkur vakandi. Uldin í meira lagi en þó nýþvegin vaknaði ég eftir klukkustundar dúr. Ég átti að fara taka saman og svo átti að slíta námskeiðinu. Það var yndislegt veður er ég gekk út úr svefnskálanum, að fánastönginni þar sem slitin áttu að fara fram. Bræðralagssöngurininn hljó- maði vel í eyrum við flöktið í fánanum og lóusöng. Ég vissi þá að námskeiðinu var lokið, námskeiðinu sem ég sem krakki sá í hyllingum, sem þátttakandi upplifði og sem skáti hefði aldrei viljað hafa misst af því. Að lokum vil ég þakka öllum sem stóðu að námseiðinu og gerðu þennan tíma ógleymanlegan og ég hvet alla skáta til að stefna ótrauðir að því að upplifa Gilwell. Gleðileg jól og takk fyrir samtarfið Freydís Dúfa E.s. Dúfur munið: Við erum Dúfur við stillum til friðar með því að ýta öðrum til hliðar!!! Flokkshróp Dúfna '99 Dúfur kunna líka að klifra. Flokksforingjanámskeið 1 Ég byrjaði á því að að fara í Herjólf og komst alveg stórslysalaust í Herjólfsrútuna en svo fór ég einhvern- veginn að því að týnast og beið niðri á BSÍ til kl 23:30 eftir rútu sem átti að koma kl 19:00. Þá hringdi ég heim og þurfti að gista hjá ömmu minni sem þurfti að sækja mig niður á BSÍ. Morguninn efir var mér keyrt upp í Hverahlíð við Kleifarvatn. Þar kom ég inní miðjan enda fyrirlesturs. Svo fórum við í leik sem heitir þriðji maðurinn og þá tók við annar fyrirlestur og skipu- lögðum við 3 flokksfundi og svo var okkur sagt að við þyrftum að fram- kvæma einn þeirra. Minn flokkur var svo búinn að fræmkvæma 2 meðan hinn flokkurinn var bara búinn með 1 en svo fengum við 10 mínútna hlé á meðan hinir voru að klára sinn. Flokkarnir hétu Tiltæk og Ávalt-viðbjóður. Svo var kjöt- Doddi og Elvis súpa í hádegismat en ég fékk mér ekki neitt út af því að ég gleymdi matar- áhöldum. Svo skipulögðum við gön- guferð handa hinum flokknum og öfugt. Við gerðum góða leið handa hinum sem var að skóla í nágrenninu og þegar þau voru hálfnuð á leiðinni til baka áttu þau að fara upp á fjall og svo upp í skálann á meðan við áttum bara að fara upp á fjallið og til baka. Hinn flokkurinn sett- ist niður þegar hann var hálfnaður að fjallinu og kom ekki til baka þaðan fyrr en við vorum komin niður af fjallinu og komin inn í skálann og komu þau þá beint í skálann án þess jafnvel að hafa farið upp á fjallið svo ég segi bara að þau hafi verið löt!!!! Svo var „SMÁ“ hlé og svo einn fyrirlestur fyrir kvöld- mat. Kvöldleikurinn byrjaði í kvöld- matnum. Tvemur krökkum var rænt af geimverum og það átti að gerast á land- námsöld! Svo voru sagðar draugasögur og klukkan hálf tólf var kyrrð og ALLIR VIRTU HANA. Daginn eftir skipu- lögðunr við útifund og héldum hann. Svo var farið niður á BSÍ og þar endaði ferðin. Takk fyrir. Kveðja: DODDI $ SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.