Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Blaðsíða 19
Dróttskátanámskeið
Við fórum fimm héðan úr
Vestmanneyjum á námskeið fyrir eldri
skáta þ.e. dróttskáta námskeið. Fórum
við með Herjólfi og stefndum á
Reykjavík. Þegar við útlendingarnir
komum í bæinn þá rötuðum við ekki. En
við björguðum því með að spyrja ein-
hvern krakkahóp til vegaren svo vildi til
að það voru aðrir skátar. Þegar þau voru
búinn að vísa okkur í Skátahúsið þá
fórum við í verslun til að kaupa matinn
fyrir helgina. Svo var haldið út í óvis-
suna því ekki vissi neinn hvar
námskeiðið var haldið en seinna um
kvöldið komust við að því að skálinn
heitir Arnarsetur og er við afleggjarann
við Bláfjöll. Það var fremur kalt í veðri
og fljúgandi hálka. Það var haldinn
kynningarleikur og fengu allir að vita
hvað allir hétu t.d. leiðbeinandinn Addi
og var frá Akureyri. Var síðan ekkert
gert um kvöldið, fóru sumir að sofa en
fengu ekki svefnfrið fyrir andvökufólk-
inu. En endaði með því að allir sofnuðu.
Var ræs klukkan 9:00 þá voru sumir sem
vildu ekki vakna og þurftu Matti (Faxi)
og Gísli (Kópur) að taka það í sýnar
hendur og drógu stelpu uppúr sem var
enn ofan í svefnpoka. Farið var í morg-
unleikfimi úti í kuldanum og reyndum
við svo að flagga íslenska fánanum en
það var ekki hægt vegna þess efst á
fánastönginni var hnútur. Haldnir voru
einhverjir fyrirlestrar um dróttskátastarf
en haldið var svo í rosa-hike.
Laugardagurinn leið hratt og það var
komið kvöld. Fórum við í næturleik sem
heitir ljósaleikurinn. Draugasaga var
lesin og Hvergerðingar komu og heim-
sóttu okkur. Næsta dag var tekið til og
mér og Herdísi var skipað að taka til á
klósettinu en komust undan með okkar
félagsfræðigáfum og sluppum þá við að
taka þar til því Addi var búinn að því.
Farið var út á veg og beðið heim-
leiðarinnar. Þeir sem fóru frá
Vestmannaeyjum voru Rósa, Herdfs,
Stína sem týndi svefnpokanum sínu og
varð að sofa með teppi, Matti og Sindri.
Rósa Jónsdóttir
Sveitaforingjanámskeið 1
Helgina 8-10 október var haldið
sveitaforingjanámskeið á Ulfljótsvatni.
Voru aðeins tveir frá Faxa sem fóru,
Anna Jóna og Stína.
Mættum við niður í Herjólf um þrjú-
leytið og fór hann kl 15:30.
Vorum við komin á áfangastað svona
urn tíu leytið. Síðan var farið í kynn-
ingaleik og límt á okkur stafur sem tákn-
aði ákveðið dýraheiti, og áttum við
síðan að reyna að flokka okkur í hópa án
þess að vita hvaða staf við værum með
og gekk það ágætlega því að Anna Jóna
var svo sniðug að segja að hún væri
allavega ekki með G. Og voru hóparnir
síðan skýrðir eftir frumskógardýrum og
hét okkar hópur „Górillur11 og fengu við
það verkefni að búa til hróp, merki og
vinabönd flokksins.
Síðan komum við okkur fyrir og
fórum á kvöldvöku. Og á eftir henni
fórum við í smá næturleik. Leikurinn
var þannig að við áttum að vera með
bundið fyrir augun og halda í band og
fylgja því niður brekkur og yfir spýtur,
og^ekk sumum vel en öðrum illa.
A laugardeginum var ræs kl 8:00, her-
bergisskoðun kl 9:30 og síðan farið í
morgunleikfimi, fána og morgunmat.
Síðan hófust fyrirlestramir svona um
ellefuleytið og fann maður til skriffærin
Stina smily
og fór að skrifa upp eftir glærum, og
skrifuðum við heilmikið. Við æfðum
síðan leikrit fyrir kvöldvökuna og átti
leikritið að fjalla um George of the jun-
gle. Gekk kvöldvakan mjög vel, og
fengum við síðan kakó og kex um
kvöldið. Síðan fóru nokkrir upp í
Gilwell-skála og var spjallað um hitt og
þetta, meðal annars skoðuðum við
gamla minjagripi og skoðuðum myndir
af gömlum skátum.
Síðan var farið að sofa eitthvað að
ganga tvö.
A sunnudeginum var ræs kl. 8, her-
bergisskoðun , morgunleikfimi og fáni.
Og fórum við síðan í morgunmat og
strax á eftir honum byrjuðu fyrir-
lestrarnir. Við fórum í nokkra leiki þess
á milli. Síðan tókum við allt til og
lögðum af stað um fjögurleytið. Við
vorum svo heppnar að fá far til
Þorlákshafnar því Stefanía bauðst til að
keyra okkur. Og komum við aðeins við í
Hveragerði á leiðinni. Síðan keyrði hún
okkur til Þorlákshafnar. Voru allir mjög
ánægðir með þessa helgi og gekk allt
vel.
Stína.
SKÁTABLAÐIÐ FAXI