Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Page 21
Fyrrverandi skátar teknir tali
HÆ! Ég heiti Erna og er í ritnefnd
Faxa-blaðsins og ákvað að taka viötöl
við tvo gamla skáta en þanning vill nú
til að fleiri voru í skátunum en margan
grunar. Vissir þú t.d. að yngismeyjarnar
í viðtölunum voru skátar?
Nafn: Dröfn Gísladóttir.
Afhverju gerðist þú skáti?
Fékk áhuga á skátastarfi og langaði til
þess að vera í skátunum.
Hvað hét flokkurinn sem þú varst í?
Flokkurinn minn hét Slaufur.
Hvert var Eftirminnilegasta atvikið?
Þegar við fórum á Úifljótsvatn, og þegar
ég var skátaforingi
Hvað lœrðiru ískátunum?
Við lærðum að binda hnúta, brjóta
saman íslenska fánann, lærðum mikið af
skátalögum og reglum.
Sérðu eftir því að hafa hœtt?
Já, ég hefði viljað vera lengur.
Hvaða skátar voru mest áberandi þegar
Sigga og Steinunn, Faxkópar með félögum sínum í Kópum.
þú varst í skátunum?
Vigdís Rafnsdóttir og Kristín
Sigurðardóttir
Hvað varstu lengi í skátunum?
Ég var í u.þ.b. 4 ár.
F axkópar
3 Faxar, frændsystkynin Palli, Sigga
og Steinunn eru búin að starfa hálfan
vetur í skátafélaginu Kópum í Kópavogi
og ætlum við aðeins að greina frá því
samstarfi.
Við störfum í dróttskátasveitinni D.s
andromedu en það er ein elsta d.s sveit
landsins og erum við búin að fara í ansi
skemmtilegar ferðir með þeim. Við
fórum á dróttskátamót í Þórsmörk en
með í ferð voru d.s sveitir og hjál-
parsveitir úr Kópavogi,Garðabæ og
Hafnafirði. Þetta var nokkurn vegin
tilraunamót sem heppnaðist mjög vel og
verður líklega haldið aftur næsta ár með
fjölmennari hóp. Svo höfum við farið í
útilegu uppí Þrist sem átti að vera ein-
hvers konar lögunar útilega en var lítið
gert annað en að spila Kana og grafa
skurð á vitlausum stað.
við erum öll flokksforingjar og við
höfum kynnst mikið af nýjum siðum og
venjum og hefur verið ánægjulegt að
vinna með þessu félagi.
Nafn: Fríða Hrönn Halldórsdóttir
Afhverju gerðist þú skáti?
Ég byrjaði á því að fá að fara með Heiðu
Björk frænku á fundi og mér leist svo
ljómandi vel á allan sönginn og gleðina
að ég ákvað að slást í hópinn.
Hvað hét flokkurinn sem þú varst í?
Fyrsti flokkurinn sem ég var í hét
Eyjarósir og hef ég nú verið í flokknum
en ég man nú bara ekki nöfnin á þeim
öllum.
Hvert var Eftirminnilegasta atvikið?
Allar miningar úr skátunum eru ævin-
týralegar og skemmtilegar en ætli
eftirminnilegasta atvikið sá ekki bara
þegar ég var í skátasumarbúðum á
Úlfljótsvatni ásamt stelpum frá
Patreksfirði og við vorum í viku og
þegar við vorum allar að koma heim þá
var öllum orðið mál að pissa og tvær
pissuðu í sig. (Sko ekki ég, ég er sko
alvöru skáti og gat pissað í náttúrunni)
Hvað lærðiru ískátunum?
Ég lærði ýmislegt t.d. að bjarga mér!
(Mamma, við ættum að senda Ágúst
bróður í skátana!!)
Sérðu eftir því að hafa hœtt?
Já og aftur já. En ef það verður tekin
ákvörðun um að lengja sólarhringinn þá
kem ég aftur!!
Hvaða skátar voru mest áberandi þegar
þú varst ískátunum?
Palli Zóph., Mummi, Ágúst Bjarna og
síðan voru náttúrulega Adda og Siddý
mest pæjumar í skátunum þegar ég var
að byrja.
Hvað varstu lengi ískátunum?
Er ekki eitt sinn skáti, ávallt skáti?!!!
m
SKÁTABLAÐIÐ FAXI