Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 14

Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Blaðsíða 14
Hringekjuhestafólk (belgískar pulsur). Eftir mat var svo bara skriðið ofan í svefnpoka. Morguninn eftir lögðum við af stað labbandi út úr Frakklandi. Fór sá dagur aðallega í labbi- og lestarferðalag. Enduðum við svo í belgískum bæ sem heitir Dinant. Þar fengum við gistingu fyrir utan einhvern skóla en fengum þó þak yfir höfuðið. Um kvöldið kíktum við aðeins á mannlífið niðri í bæ en fórum þó fljótlega bara að sofa. Vöknuðu svo allir hressir og kátir morguninn eftir enda verið að fara í tívolí. Þangað fórum við með lest. Við áttum æðislegan dag í tívolíinu sem heitir Walibi. Þar komumst við í sund og vorum mikið fegin enda hafði hreins- unaraðstaðan ekki verið upp á sitt besta. Hefðum við þó viljað vera lengur í tívolíinu því við komumst ekki í öll flottustu tækin. Nokkrir þurftu t.d. að bíða í biðröð í tvo tíma eftir að komast í frjálst fall. Það var samt þess virði. Flestir skemmtu sér mjög vel í rússíbönum, klessubílum, hringekjum og öðrum tækjum. Má meðal annars nefna að nokkrar stelpur sem fóru í hringekjuna komu vaggandi út úr henni. Eftir vel heppnaðan dag var svo farið í lest í einhvern bæ. Þá var komið kvöld og allir þokkalega þreyttir. Þar hentu svo foringjamir í okkur korti og keyrðu í burtu. Það voru 30km í búðirnar. Þreytt og svöng lögðum við svo af stað labb- andi. Hraustir skátar létust þó ekki bugast og kornust flestir alla leið. Alla leiðina urðum við að lifa á sykurmolum og vatni. Svo villtumst við líka hluta af leiðinni vegna þess að kortið okkar var frá 1983 og brýr sem voru á kortinu voru horfnar. En örmagna mættum við þó í búðirnar á hádegi daginn eftir. Það var tekið á móti okkur eins og hetjum með myndavélum og mat. Eftir matinn lá svo leiðin beint ofan í svefnpoka. Þetta var hvíldardagur. A meðan hetj- urnar heimsóttu draumalöndin skruppu hin, sem ekki höfðu klárað gönguna, í bæinn og leigðu sér kanó og skemmtu sér mjög vel. Islenskur dagur og síðustu dagarnir í búðunum Daginn eftir hvíldardaginn var svo haldinn íslenskur dagur. Strákarnir okkar klæddust allir pilsum í tilefni dagsins og sögðum við að það væri hefð á Islandi að karlmenn gengju í pilsum. Við kenndum Belgunum glímu og var haldin glímukeppni þar sem íslensku stúlkurnar töpuðu með glæsibrag. Keppt var bæði í stráka og stelpuflokki en Farið úr búðunum - TIVOLÍ - næturhæk Daginn eftir lögðum við af stað gang- andi úr búðunum og gengum í örfáa tíma þangað til að við komum að á. Ætlunin var að fara niður ánna lOkm á flekum. Við byggðum fleka. Strákunum tókst það ágætlega með hjálp nokkurra Belga, og við lögðum af stað niður ánna. Ferðin gekk hægt, en hún gekk þó, allavega í byrjum. Eftir einhverja tvo tíma í ánni byrjaði einn flekinn að fara í sundur og þurfi að stoppa úti í vatninu til að gera við hann. Þá fórum við svolítið að finna fyrir kulda. Og við héld-um áfram, og eftir langa stranga ferð stoppuðum við einhvers staðar og viss-um ekkert hvar við vorum eða hvert við ættum að fara. Flest vorum við skjálf-andi úr kulda og brugðu skyn- samir Islendingar á að fara í „hópfaðm- lag” það sem við sem við föðmuðumst öll og héldum þannig á okkur hita. Fengum við mörg hneykslandi augnaráð frá Belgunum. Eftir hálftíma stopp var ákveðið að halda áfram. Skjálfandi úr kulda sett- umst við upp í flekana og héldum áfram. Vorum við svo mikið fegin þegar við sáum foringjana og vorum kölluð í land. Var þar tekið á móti okkur með hlý teppi og var strax byrjað að ferja okkur í bílum að gististaðnum okkar. Nú vorum við kontin til Frakklands. Þegar við komum þangað köld, svöng og þreytt var strax skipt um föt. Svo gátum við valið unt að borða brauð eða hakk í poka Tjaldbúðirnar í Belgíu SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.