Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Síða 6

Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Síða 6
Kanínur Hæ hæ! Við erum flokkurinn Kanínur, í flokknum okkar eru fimm stelpur þær heita Alma, Þóra, Sandra, Ema og Elín og heitir skátaforinginn okkar Stína. Okkur langar að segja ykkur svolítið frá starfinu okkar. Við höfum gert margt skemmtilegt í vetur m.a. erum við búin að fara í eina útilegu og ætlum við að segja ykkur frá henni. Útilega í Gamla golfskálanum Byrjuðum föstudaginn 17/11 2000 og enduðum sunnudaginn 19/11 2000. Við byrjuðum útileguna á því að panta pizzu og vorum síðan með kvöldvöku og næturleik seinna um kvöldið. Við byrjuðum laugardags- morgun á því að fara í sund, svo löbbuðum við í bakaríið, og fórum íbíltúr á björgunarbílnum sem skutlaði okkur inn í dal. Eftir smá hvíld var eldað pulsu-pasta sem leynigestur eldaði. Um kvöldið varð smá draugagangur en við kom-umst brátt að því hver var þar að verki. Á sunnudagsmorgni tókum við til og þrifum skálann, skruppum síðan í smá fjallgöngu og fórum svo heim. Kanínur Erna og Þóra að vígjast. Stína flokksforingi Flugur Halló, halló Við erum flokkurinn Flugur og í honum eru fjórar stelpur ofsalega hres- sar og kátar. Við erum búnar að fara í eina útilegu sem heppnaðist ekki alveg nógu vel en við ætlum að standa okkur betur næst svo erum við búnar að gera margt skemmtilegt í vetur og ætlum að halda því áfram eins og að fara að leika okkur í snjónum þegar haun kemur sem verður vonandi bráðlega en nú þökkum við bara fyrir okkur og þeim sem langar að koma í flokkinn okkar þá eru fundir á mánudögum kl. 20:00 í skátaheimilinu . Sjáumst Flugur Ylfíngastarfíð Ylfingastarfið fór vel af stað strax í haust og voru átta ylfingar mættir til leiks í byrjun. Undirritaður hefur fram að þessu séð um ylfingastarfið með hjálp bæði úr Skátafélaginu sem og annarsstaðar. Strax á fyrsta fundi þá tók ylfingasveitin sér upp nafnið Doppóttir Bananar og hefur hún haldið því síðan. Sem dæmi um það sem gert hefur verið var til dæmis farið að síga og klifra i spröngunni með dyggri aðstöð Björgunarfélagsins. Fór undirritaður Sendum 'Eyjamönnum 'BestujóCa og nýársfcveðjur FLUGFELAG ISLANDS með þá í kynnisferð um Björgunar- félagið þar sem þau fengu að skoða allan þann útbúnað sem þar er. Jón Bragi Amarsson varðstjóri hjá lögregluembættinu í Vestmannaeyjum sýndi þeim allt milli himins og jarðar í Lögreglustöðinni og nú fyrir skemmstu var það Elías Baldvinsson, eða Addi Bald eins og flestir kalla hann, Yfirslökkviliðsstjóri sem kynnti þeim allt hátt og lágt í slökkviliðsstöð hjá Slökkviliði Vestmannaeyja. Vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað við ylfingastarfið og sérstaklega Jón Braga og Elíasi (Adda Bald) fyrir þeirra þátt. Einar Örn Ylfingaforingi. 0 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.