Skátablaðið Faxi - 01.12.2002, Page 11
Þeir sem fóru í ferðina voru: Elín,
Erna, Eyþór, Sandra, Sara, Hjölli,
Sigrún B, Rósa, Leifa, Jóhanna, Páll Z
og Þóra.
Helgina 1.-3. nóv fórum við til
Reykjavíkur. í afmælis-menningarferð.
Þeir sem fóru í þessa ferð eru þrír
flokkar: Myrkfælnir Draugar, Kanínur
og Höfrungar. Mjög gaman var í þessari
ferð. Hún byrjaði á því að við fórum
með Herjólfur til Þorlákshafnar og
tókum rútu til Reykjavíkur eða niðrá
BSI. Þegar við komum þangað biðu
Rósa, Leifa, Elmar og Þóra eftir okkur.
Rósa og Leifa tóku farangurinn okkar
og Elmar fylgdi okkur upp í
Landnemaheimili en þar gistum við.
Þegar allir komu þangað var sest niður
og fengið sér að borða og allflestir
borðuðu mjög hratt því okkur var tilkyn-
nt að við ættum að fara í Skautahöllina
og hún myndiloka klukkan 22:00 og kl
var orðin 20:15. Rósa var svo góð í sér
að keyra öllum niðreftir í Skautahöllina.
Mjög gaman var í Skautahöllinni og fle-
stir ef ekki allir skemmtu sér vel. Þegar
við komum í Skautahöllina þá hafði
nokkrir ákveðið að koma með okkur á
skauta sem eru úr Landnemum. Þegar
lokað var í Skautahöllinni fórum við
upp í Landnemaheimili og tókum við
strætó til baka en við verðum að þakka
Elmari fyrir hjálpina því ef hann hefði
ekki verið með værum við en þá að leit
af rétta strætónum. Þegar við komum
upp í landnemaheimili fóru allir að
græja sig í háttin. Svo fóru allir að sofa
nema Rósa, Leifa og Anna Jóna þær
vildu ekki fara að sofa eða voru ekki
þreyttar og vöktu frameftir. Þær fengu
gesti svo um nóttina það voru þeir
Gummi, Eyki og Danni og fóru þeir um
4:00 leytið þegar Rósa og Leifa þurftu
að fara í búð. A meðan þær fóru í búð
komu þeir og gerðu draugagang hjá
okkur stelpunum sem voru sofandi og
vildu endilega fá okkur með í party því
það var föstudagur í Reykjavík og þeir í
miklu stuði, en engin vildi fara með því
áttavitakennsla, hnútakennsla, dulmál,
þrautabraut, klifur, sig, tanbóla,
loftkastalar og margt fleira. Við skemm-
tum okkur mjög vel og lifðum okkur vel
inn í stemmninguna sem þar ríkti. Þegar
þessu lauk kl 17:00 fórum við upp í
Landnemaheimili skiptum um föt og
ákváðum hvar ætti að borða kvöld-
matinn sá staður sem varð fyrir valinu
var KFC, þar borðuðu allir með bestu
list og skemmtum okkur vel við matar-
borðið. Strax eftir kvöldmatinn fórum
við aftur upp í Laugardalshöll en þar var
haldin kvöldvaka og skemmti folk sér
mis vel. Að öllu loknu tókum við strætó
upp í Landnemaheimili og fórum
fljótlega að sofa. Sunndagsmorguninn
vöknuðu allir frekar seint eða um 12
leytið. Og lágum við í leti til 13:30
fórum þá í Shell-sjoppu og fengum kók
og pylsu. Þegar það var búið fórum við
niður í keiluhöll en þegar þangað var
komið þurftum við að bíða aðeins eftir
keilubrautum en við tókum nokkra leiki
í hinum tækjunum á meðan þegar við
komumst að þá fóru allir á sína braut og
gekk mönnum mis vel að hitta á keil-
urnar og sumir runnu á rassinn, en samt
var þetta mjög gaman. Þegar leiknum
lauk var ákveðið að fara að borða og
fóru sumir á subway og sumir á KFC og
þurftum við að borða á 100. Þegar allir
voru orðnir saddir þá var þotið af stað
niður á BSÍ til að taka rútuna til
Þorlákshafnar þá gekk brösulega að fá
farmiðana en reddaðist allt að lokum og
komumst við heil heim.
Á kvöldvöku í afmælinu: Þóra, Anna Jóna, Rósa og Sandra
Skátakveðja
Erna.
Sigrún í Landnemaheimilinu eftir
afmælið.
Hérna erum við að skauta.
allar voru þreyttar og myglaðar. En þá
fóru þeir og við héldum áfram að sofa.
Þegar við vöknuðum á laug-
ardagsmorgni var kl 11:00 og drifum við
okkur í föt og borðuðum morgunmat. K1
13:30 fórum við í skrúðgöngu frá
Landnemaheimilinu ásamt Land-
nemum niðrí Laugardalshöll, en þar var
afmælið haldið. Mikið var búið að
skreyta þar þegar við komum og mjög
margir básar, þarna var meðal annars
Skátaheyfingin á Islandi 90 ára
SKÁTABLAÐIÐ FAXI