Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Page 6

Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Page 6
Bakkabræður Jólakveðja Bakkabræður í Bakkabræðrum eru 10 hressar og kátar stelpur á aldrinum 13-14 ára sem eru búnar að bralla ýmislegt á síðastliðnu ári. Við byrjuðum árið á því að fá Kópa í heimsókn sem var svaka stuð og gaman að kynnast nýjum krökkum. Söknuðurinn var svo mikill að við ákváðum að fara í heimsókn til þeirra. Við fengum lánaða Vífilsbúð sem er skáli skátafélagsins Vífils. Kóparnir og nokkrir strákar úr vinaflokknum okkar í Vífli voru með okkur í útilegunni og auðvitað komu nokkrir krakkar í heimsókn á kvöld- vökuna á laugardagskvöldinu. En við ætlum ekkert að fara neitt nánar út í það hérna því það verður sagt betur frá því í greinunum hér á eftir A milli þessa heim- sókna héldum við fundi á þriðju- dögum þar sem við unnum ýmisleg verk- efni. Næsti stóri viðburð- ur okkar var að fara á vormót Hraunbúa í Krísu- vík. Þar var svaka stuð eins og er alltaf hjá okkur. Það var eina skátamótið sem við fórum á í sumar. Fundirnir héldu áfram út júní en í júlí og ágúst var frí. Þegar starfið byrj- aði aftur héldum við áfram að halda fundi þar sem unnin voru skemmtileg verkefni. Við fórum á llokksforing- janámskeið á Ulfljótsvatn og lærðum þar um hvernig foringi á að vera ásamt því að hitta nýja krakka. Svo tókum við auðvitað þátt í smiðjudögum sem voru haldnir hér í Eyjum þar sem fullt af krökkum komu. Þar brölluðum við ýmislegt sem var mjög gaman. Við breyttum fundartímanum og er hann núna á þriðjuudögum kl. hálf 6 og þið sem hafið áhuga endilega komið á fund. Síðan fórum við í sveitarútilegu þar sem við elduðum á opnum eldi og fífl- uðumst. Það sem eftir er af árinu höld- um við fundi og vinnum í jólapóstinum sem við berum síðan út á aðfanga- dagsmorgun. Það sem er á planinu hjá okkur á næsta ári er að fara í útilegu upp á land, á vormót Hraunbúa og auðvitað landsmót skáta sem haldið verður á Úlfljótsvatni og halda fundi að sjálf- sögðu. Við óskum öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og þökkum fyrir árið. Skátasveitin Fífill er með fundi á miðvikudögum á milli 17-18. Það sem við erum búin að vera að gera er svo ótal margt. Halda fundi einu sinni í viku. Við erum búin að fara í Haugahelli, elda á opnum eldi allt á milli himins og jarðar þá meinar maður fisk, pulsu, pönnuköku og spælt egg og beikon. Var þetta mjög gaman. Höfum við líka farið í sveitarúti- legu þar sem við gerðum ýmislegt skemmtilegt. Svo tókum við líka þátt í póstaleikjum sem voru bara nokkuð skemmtilegir. Jólakveðja Skátarnir í Fífli Örninn Við erum fáir en skemmtilegir, en kannski of fáir og auglýsum eftir hress- um og skemmtilegum strákum sem vilja starfa með okkur. Aldur 11-12 ára Stjörnur Flokkurinn okkar heitir Stjörnur. Við erum fjórar fjörugar stelpur og heitum Sólveig, Rakel, Sveinbjörg og Helga. Við erum 11 og 12 ára. Við erurn geðveikt hressar og skemmtilegar. Við höfum gert margt í vetur og ætlum okkur miklu meira á næstunni. Tiger Flokkurinn heitir Tiger. Við erum Hér eru Grislingar að vinna að flokksbók fjórar í flokki. Það sem við höfum verið að gera í vetur er verkefni, útilega, búa til flokkskistu og margt margt fleira. Við erum fjörugar, háværar og alltaf í stuði. Enda mjög gaman í skátunum. Grislingar Við erum flokkurinn Grislingar í 6 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.