Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Page 13
Vormót Hraunbúa 28.-30. maí
Ferðin byrjaði á því að allir mættu
niðrí Heijólf og var spenningurinn
mikill því helmingurinn var að fara í
fyrsta skiptið á skátamót sem haldið var
á fastalandinu. Það gekk svo mikið á að
gardínumar í spari salnum á efri hæð-
inni í Herjólfi duttu niður. Það var bara
fyndið en við löguðum það svo enginn
tók eftir því. Þegar komið var í land í
Þorlákshöfn var tekin rúta til
Krísuvíkur. Okkur leist ekkert á rútubfl-
stjórann því hann vissi ekkert hvar þetta
var og varla hvar Krísuvík væri en með
hjálp okkar fundum við þetta. Þegar við
komum svo á mótssvæðið byrjaði að
rigna. Við bámm dótið okkar á svæðið
sem okkur var úthlutað og byrjuðum að
tjalda. Það vom allir mjög pirraðir yfir
því að dótið væri að blotna og þau líka
en þetta tókst að lokum og urðu þá allir
sáttir. Setningin á mótinu var svo um
kvöldið og eftir það var farið í leik þar
sem öllum var skipt í hópa og gerð ein-
hver verkefni. Fljótlega eftir leikinn og
kakóið fóra allir inn í tjald enda orðnir
þreyttir eftir langan dag. Morguninn
eftir vöknuðum við við mjög fallegt og
skemmtilegt lag. Það var mjög gaman
að vakna í góðu veðri, en það er alltaf
rigning á vormóti þannig að þetta var
mjög óvenjulegt. Stuttu seinna komu
strákamir til Leifu og Þóm og sögðu að
Guðjón hefði skorið sig þannig að það
var drifið með hann upp í sjúkratjald en
við þurftum að byrja á því að vekja gæs-
luliðið. Settar vom umbúðir um puttann
og svo var drifið sig í fána og morgun-
leikfimi. Eftir það var farið í dagskrá
sem var fjölbreytileg. Þennan morgun
vom famar nokkrar ferðir í sjúkratjaldið
að láta skipta um umbúðir og endaði það
með því að Guðjón og Leifa fóm til
Jóna Þóra að borða.
Að kveikja varðeld var aðal áhugamálið hjá strákunum.
Reykjavíkur með Einari Emi sem sá
sjúkragæslu ásamt björgunarsveitinni í
Hafnarfirði. A meðan þau vom í
Reykjavík að láta sauma sárið vom hinir
krakkamir í dagskrá. Eftir kvöldmat var
heljarinnar fótbolti þar sem flestir sem
vom á mótinu tóku þátt í. Seinna um
kvöldið voru tónleikar með Kung Fu
sem var svaka stuð. Eftir það fóru allir í
einhvern svaka skemmtilegan leik.
Morguninn eftir vomm við vakin með
sama skemmtilega laginu og morguninn
áður. Og var eins dagskrá þann dag og
daginn áður. Heljarinnar eltingaleikur
og vatnsslagur var síðan eftir kvöldmat
og var erfitt að fá alla til að mæta á
kvöldvökuna en það fóru allir á
endanum. Eftir kvöldvökuna mátti vaka
lengur og var þá aðal sportið að vera
með varðeld í tjaldbúðinni okkar sem
var mjög gaman,
eiginlega alltof
gaman því að það
vildi enginn fara
að sofa. Nokkrum
langaði að sofa
undir berum himni
en mótstjómin
leyfði það ekki
þannig að þeir fóru
ekki sáttir að sofa.
Morguninn eftir
var þetta
hefðbundna fáni
og leikfimi en eftir
það byrjaði að
rigna og drifu sig
þá allir í að pakka
niður dótinu.
Þegar allir voru búnir að pakka niður
minkaði rigningin og þegar við vomm
að fara var komið gott veður. Leiðin lá
til Hafnafjarðar þar sem allir fóru í sund
nema Leifa og Guðjón því hann mátti
ekki bleyta á sér fingurinn vegna saums-
ins og umbúða. Þegar allir voru komnir
í rútuna og það átti að fara að leggja af
stað fór rútan ekki í gang og þurftum við
því að fara út og ýta henni í gang. Við
rétt náðum Herjólfi. A leiðinni heim
sváfu allir en komu sáttir og vel
útiteknir og sumir brenndir í framan
eftir skemmtilegt mót.
FAXII
Útgefiö í desember 2004
Útgefandi: Skátafélagið Faxi
Ábyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson
Ritstjórar: Sigurleif og Rósa
Auglýsingar: Faxi
Ritnefnd: Sigurleif og Rósa
Prófarkalestur: Kristín Sigurðardóttir
Prentvinna: Prentsm. Eyrún ehf.
Forsíðumynd: Rósa Jónsdóttir
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
13