Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Page 14
Gilwell 2004
kvöldvöku eins og
þessa nema kannski
þegar maður kunni
ekki nein lög, alla-
vega var þetta þannig
kvöldvaka. Maður
reyndi bara að hreyfa
varimar. (enda mark-
mið Gilwell er að við
fáum að upplifa það
að vera litlir skátar
og það tókst allavega
vel á þessari kvöld-
vöku). Farið var að
sofa seint og síðar
meir þar sem unnið
var hörðum höndum
við að gera tjaldbúð-
ina vistlegri.
Föstudagurinn 13. ágúst
Dagurinn byrjaði á því að það var ræs
í þessu líka yndislega veðri sól og bjart,
tjaldbúðarskoðun, morgunleikfimi sem
var bara skemmtileg þar sem stjóm-
andinn Björgvin fór alveg á kostum með
sínum hæfileikum. Eftir morgunleikfimi
var fáni og svo farið í morgunmat. Helgi
Grímsson skólastjóri Gilwell skólans
hélt fyrirlestur sem fjallaði um athafna-
nám í skátastarfí, sem var nokkuð
skemmtilegur og fróðlegur. í hádeginu
fengu flokkarnir þau hlutverk að elda
pylsur á sínu tjaldsvæði. Eftir gómsætar
pylsur hélt Bragi Björnsson fyrirlestur
um hinn pottþétta sveitarforingja, svo
var haldið áfram að vinna í tjaldbúðinni
og mikil metnaður lagður í tjaldbúðina.
En um kvöldið var önnur kvöldvaka
sem var mun skárri en á fimmtu-
dagskvöldið því þá kannaðist maður
aðeins við lögin sem sungin voru. Eins
og kvöldinu áður
var farið að sofa
löngu eftir mið-
nætti.
Laugadagur 14.
ágúst
Þennan dag var
líka alveg mergjað
veður sól og hiti.
Ræs var á sama
tíma og venjulega
og morgunverkin
unninn af miklum
metnaði. Eftir öll
þessi yndislegu
verk var fyrirlestur
þar sem Jón
Ingvar Bragason
en vatnið var mjög kalt.
fræddi okkur um skipulag á starfi
sveitarinnar. í hádegismatinn að þessu
sinni var kjúklingur sem eldaður var
úti, vá hvað það er sniðugt og bragðaðist
hann ekki illa. Svo var farið í markaðs-
ferð sem var heldur betur skrautleg, þar
fengu flokkarnir fjórir það verkefni að
hafa einn póst. Fyrsta póstinn sáu
Hrafnar um og var það boðhlaup þar
sem flokkamir áttu að hlaupa í halla og
hlaupa svo í hringi í kringum spýtu, það
var dálítið snúningur á liðinu. Annan
póstinn sáu Dúfur um og var það líka
boðhlaup þar sem allir flokkamir áttu
koma Ulfljótsvatni í könnur án þess að
nota til þess einhver mál eða þannig,
heldur var hlaupið og munnurinn fylltur
af vatni og spýtt ofan í könnumar. Þriðja
póstinn sáu Gaukar um og var það
annað boðhlaup og bara svona venju-
legt. Síðasti pósturinn var líflínukast
sem Spætur sáu um. Eftir þessa
skemmtilegu ferð fengum við leyfi frá
skólastjóra til að fara í sund. Allur
hópurinn ákvað að fara í sund nema við
(Rósa og Leifa), við fómm í sturtu upp í
Ölvusborgum, þó það sé nú ekki
aðalmálið. Heldur það að þegar við
ætluðum að keyra til baka þá keyrðum
við of langt framhjá afleggjaranum og
inn í Grímsnes og stoppuðum í sjoppu
til að spyrja til vegar. Tókum við ekki
eftir því fyrr en okkur fannst við hafa
keyrt í langan tíma að við værum að
villast, og komum þar að segja seint í
mat. Og þurftum að afsaka okkur á
ýmsa vegu, þó svo virki best að segja
„ég er frá Vestmannaeyjum“ Eftir
kvöldmat var svo haldin kvöldvaka sem
var nokkuð skemmtileg þar sem maður
var farinn að læra fleiri lög og gat
sungið með. En eins og alltaf var farið
Strákarnir í „heita pottinum“,
Við ferðalangar í Faxa ákváðum að
hætta ekkert að ferðast eftir að hafa farið
til Danmerkur heldur ákváðum við að
skella okkur á Gilwell. Við vorum þrjár
úr Faxa sem fórum og eru það Jóhanna,
Rósa og Leifa.
Fimmtudagur 12. ágúst
Ferðalagið byrjaði á fimmudags
morgni þar sem Herjólfur var tekinn,
við (Leifa og Rósa) brunuðum til
Reykjavíkur til að stússast aðeins, en
Jóhanna var komin þangað fyrir. Eftir
allt vesenið í Reykjavík, ákváðum við
að skella okkur aðeins á Hafravatn áður
en haldið var á Úlfljótsvatn og njóta
veðurblíðunnar sem var þennan dag og
reyndar bara allan tímann. En nóg um
það því þegar á Hafravatn var komið var
fólkið ekki heima sem við ætluðum að
heilsa upp á ákváðum við þá bara að
koma okkur á Úlfljótsvatn en vorum
ekki viss hvort við gætum farið frá
Hafravatni á Úlfljótsvatn, hringdum við
þá bara í pabba hennar Leifu og
spurðum hvort hægt væri að keyra þessa
leið. Svarið var já, en eftir dálitla
keyrslu og athugun á vegakortum
vorum við pínulítið smeikar um að
komast ekki á Úlfljótsvatn á tilteknum
tíma. En auðvitað enduðum við á réttum
stað, með bros á vor og ekki seinar.
Námskeiðið var sett á réttum tíma okkur
skipt í hópa sem er náttúrulega bara
gaman, við í Faxa lentum í þessum
hópum, Jóhanna Spæta, Leifa Dúfa og
Rósa Gaukur. Eftir setninguna fengu
allir hópamir tiltekið svæði sem við
máttum byggja okkur tjaldbúð á, þetta
var bara hrein snilld. Kvöldvaka var
haldin og hefur maður aldrei upplifað
Hér er verið í leikfimi.
14
SKÁTABLAÐIÐ FAXI