Skátablaðið Faxi - 01.12.2016, Page 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.2016, Page 4
SKátastarlið f Eyfum á upplelð Skátastarfið hefur gengið mjög vel undanfarin ár og er fjöldi skáta farinn að aukast á ný og áhugi á skátastarfi hefur vaxið. Skátamir eru stoltir af því að starfa í skátunum og hafa ákaflega gaman að. Skátastarfið byggir á góðum grunni skátahreyfingarinnar undanfarin hundrað ár og enn læra skátamir hnúta, fara í göngur, fara í útilegur, kveikja elda og syngja. En nú til dags læra þeir líka um nýjustu tölvutækni og læra hönnun og notkun á stafrænum framleiðslutækjum og þess háttar hluti. Skátamir taka þátt í ýmsum verkefnum og gengur starfið m.a. út á að virkja einstaklingana á ijölbreyttum sviðunt mannlífsins og vera óhrædd að takast á við íjölbreyttar áskoranir. Askoranimar sem skátamir takast á við, rniða út frá því að undirbúa einstaklinga til þess að vera virkir þátlakendur í samfélaginu. í Skátafélaginu Faxa hefur undanfarin ár verið sérstök áhersla hefur verið lögð á skapandi skátastarf og að virkja skátana til sköpunar hvort sem er með hefðbundnum eða óhefðbundnum aðferðum. Þá hafa skátamir fengið að nýta sér aðstöðu i Fab Lab smiðju Nýsköpunarmiðstöðvar Islands og æft sig í hæfni sem miðar af þörfum 21 .aldarinnar. Skáti er traustur félagi og vinur I skátastarfi myndast vinátta milli skáta sem endist oft ævilangt. Vináttan getur verið milli einstakra skáta, skátaflokka eða jafnvel skátafélaga. Undanfarin ár hefur vinátta milli Skátafélagsins Faxa í Eyjum og Mosverja í Mosfellsbæ styrkst. Mosverjar hafa boðið okkur í Faxa að taka þátt í sameiginlegri tjaldbúð á drekaskátamótum og landsmótum undanfarin ár auk þess að bjóða okkur að taka þátt í félagsútilegu þeirra í Vindáshlíð. En Mosverjar komu einnig í fjölskylduútilegu til Eyja og áttum við góðar stundir í Skátastykkinu. Við erum þakklát Mosverjum og ánægð með að sterk vináttubönd hafa myndast milli skátanna í þessum félögum. Stjórn SKátaíéiaásíns Faxa Laugardaginn lO.desember var haldinn Aðalfundur Skátafélagins Faxa. A dagskrá voru hefðbundin Aðalfundarstörf og m.a. félagsforingi og stjóm kosin. I stjóm félagsins eru nú: Frosti Gíslason félagsforingi Friðrik Þór Steindórssson aðstoðarfélagsforingi Aníta Arsælsdóttir gjaldkeri Flóvent Máni Theódórsson ritari Salome Yr Rúnarsdóttir meðstjómandi o

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.