Skátablaðið Faxi - 01.12.2016, Side 6
Drekaskatamot í Iúní 2016
Skátafélagið Faxi tók þátt í Drekaskátamóti 2016 á Úlfljótsvatni.
Skátarnir tóku þátt í fjölmörgum ævintýrum frá upphafi ferðar
til loka. Markmið skátastarfs er að þroska börn og ungt fólk til
að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.
Ein leiðin til þess að ná þessum markmiðum er að fara á
skátamót og taka þátt i fjölmörgum dagskrárliðum sem þar eru í
boði fyrir skátana.
Ferðin okkar var stórskemmtileg og fengum við að upplifa
margar eftirminnilegar stundir. í byrjun ferðar fórum við í í
stýrihús Herjólfs og fengum þar fræðslu hjá Skipstjóranum
um hverning væri að stýra svona stóru skipi. Á
mótinu fórum við í bogfimi, sigldum út á kayökum,
hjólabátum, poppuðum yfir opnum eldi og bökuðum
brauð. Þá var farið í klifurturninn en þar er bæði
hægt að síga niður og klifra upp. Skátarnir fóru
einnig í þrautabrautir, risahoppikastala, vatnasafarí,
vatnsbyssuleik og ýmsa útileiki. Að lokum var svo
sungið hreyfisöngva á kvöldvöku við varðeld og
drukkuð kakó á eftir.
Við Drekaskátar viljum þakka mótstjórn kærlega
fyrir mótið. Einnig viljum við þakka fararstjórum
og vinafélagi okkar í Mosverjum fyrir ánægjulegar
stundir. Skipstjórnendur Herjólfs, þeim sem hjálpuðu
okkur á svæðinu og við frágang í Eyjum fá einnig
þakkir og sérstaklega viljum við þakka Björgunarfélagi
Vestmannaeyja fyrir alla þá velvild sem þeir hafa sýnt
okkur.