Skátablaðið Faxi - 01.12.2016, Page 11

Skátablaðið Faxi - 01.12.2016, Page 11
sundlauginni í Borg í Grímsnesi. I skátaveröld gerðum við m.a. Rómverskanvagn en þá útbjó skátaflokkurinn “karlsvagn” sem er dreginn áfram af mannafli og með örlitlum breytingum má gera vagninn að sjúkravagni. Súrringar og spýrur léku stórt hlutverk í þessurn pósti og því var nauðsynlegt að læra að súrra til að bera hvert annað. Þar fórum við líka í ijölbreytta leiki og skemmtum okkur vel. I Undraveröld var margt skemmtilegt að sjá og prófa. Þar kepptum við m.a. í risa FuBball, spiluðum bubblubolta þar sem allir leikmennimir vom klæddir sem uppblásnar plastkúlur og leikmenn vom hvattir til að vera með hamagang og lenda í samstuði við mótherjana. Við lærðum að skjóta með boga og örvum og það vakti mikla lukku. Við fórum í risa Yatzy, risa Lúdó, ofur kúluspil og risa twister. I Vatnaveröld prófuðum við vatnsbyssustrið, vatnsrennibraut, báta, vatnasafarí og brutum ís utan af fötum. I Víkingaveröld prófuðum við að elda að hætti víkinga yfir opnum eldi í matarsmiðju, fómm í ullarsmiðju, þæfðurn ull og lituðum. Þá fórum við einnig í málmsmiðjuna og útbjuggum víkingaskartgripi með því að hella bræddum málmi í mót. A kvöldin vom stórskemmtilegar kvöldvökur ýmist með vinum okkar í Mosverjum eða öðmm skátum frá fjölmörgum löndum. Þá skemmtum við okkur einnig vel þegar þekktir tónlistarmenn kornu og spiluðu fyrir okkur. Þáverandi forseti Islands Olafur Ragnar Grímsson heimsótti tjaldbúðimar okkar og leit m.a. við í þjóðhátíðartjaldinu sem við höfðum meðferðis. Þar buðum við upp á harðfisk og Vestmannaeyjatónlist. Landsmótið tókst vel til í alla staði og viljum við þakka mótsnefnd fyrir frábært skátamót og Björgunarfélaginu fyrir liðlegheitin. I skátunum eru engir varamannabekkir til, þar eru allir virkir þátttakendur Skátarnir skrifa sjálfír um Landsmót Skáta María Fönn og Unnur Birna. Það er ótrúlega gaman á Landsmótum í skátunum . Við vorum með Mosverjum í tjaldbúðum. Forsetinn kom líka til okkar á heimsóknadaginn. A heimsóknadaginn má fara í allar tjaldbúðimar, líka til útlensku skátanna. Þá em flestir með góðgæti handa gestunum t.d. Is, kandíflos, nammi, súpu og fleira. Við vöknum alltaf klukkan átta en síðasta daginn fáum við að sofa hálftíma lengur. A hverjum morgni var frjáls dagskrá, þegar það var frjáls dagskrá mátti fara út um allt (nema til annara tjaldbúða án leyfis) á dagskránni var t.d. hægt að fara á kanó, klifra á klifurvegginum, fara á söfn og fleiri skemmtilegir hlutir . A hverju landsmóti er nýtt þema, í fyrra var það Heimsálfumar. Það var æðislega gaman. A hvetju kvöldi var kvöldkaffi, þegar það var kvöldkaffi fengum við kakó og kex. Við eignuðumst flest nýja vini þar. Sendiherra Bandarikjanna kom til okkar, hann gaf öllum frábæru krökkunum í Faxa nælur. Bertha, María Fönn og Þuríður sömdu lag um RC kóla sem er drykkur sem var til í sjoppunni.

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.