Skátablaðið Faxi - 01.12.2016, Síða 14
world scout
MOOt 2017
í Eyjum
Stærsta skátamót íslandssögunnar
verður haldið 25. júli til 2. ágúst á
næsta ári, þegar yfir 5.000 skátar frá
80 löndum taka þá í hinu alþjóðlega
skátamóti World Scout Moot. Mótið
er fyrir þátttakendur á aldrinum
18- 25 ára. Mótssetning verður í
Reykjavík þann 25. júlí en svo verður
þátttakendum skipt upp í 11 tjaldbúðir
sem dreifðar verða víðs vegar um
landið.
Mótið er opið fyrir allt ungt fólk á
aldrinum 18-25 ára og ef þú lesandi
góður hefur áhuga á þvi að taka þátt í
mótinu þá getur þú það.
Um 520 þáttakendur ásamt 50 manna
starfsliði munu koma til Vestmannaeyja
og dvelja í skátabúðum sem reistar
verða í Skátastykkinu. Skátamir koma
strax eftir mótssetningu og verða í
Eyjum frá 25. júlí til 28. júlí. Hér munu
þeir taka þátt í ijölbreyttri dagskrá sem
skipulögð hefur verið af mótsstjóm
mótsins.
Skátafélagið Faxi undirbýr komu
skátanna til Eyja í samsstarfi við
mótsnefnd World Scout Moot og sér
um að gera skátastykkið tilbúið til þess
að taka á móti þessu ljölda skáta hingað
til Eyja.
Það er áhugavert og spennandi verkefni
fyrir samfélagið i Eyjum að taka á móti
ungu fólki frá öllum heimshomum
og kynna fyrir þeim það sem eyjamar
hafa uppá að bjóða. Þetta verður mikil
kynning á Eyjunum og gott tækifæri
fyrir okkur Eyjamenn að sýna okkur
og kynna. Fyrir okkur í Skátafélaginu
Faxa er mikilvægl að taka þátt í svona
móti og um leið öðlast dýrmæta
reynslu og kynna skátastarf enn betur í
bæjarfélaginu okkar.
Nánari upplýsingar rná finna
á heimasiðu mótsins http://
worldscoutmoot.is og á facebook síðu
Skátafélagins Faxa.
Viltu hjálpa til í Skátastaríinu?
Öflugt skátastarf er ekki mögulegt nema með aðkomu fúllorðinna sjálfboðaliða. Við
sem vinnum sem fullorðnir sjálfboðaliðar vitum hversu gefandi þetta starf er, bæði
fyrir bömin og okkur. Við sjáum einnig hversu nauðsynlegt það er að halda uppi ábyr-
gu og flottu skátastarfi.
Sjálfboðastarf í skátunum felst i afmörkuðum verkefnum, skilgreindum störfum eða
annars konar vinnuframlagi sem einstaklingur tekur að sér af fúsum og frjálsum vilja í
þágu skátanna.
Sem betur fer er ijöldi sjálfboðaliða sem tekur að sér hin ýmsu verk. Ef þú ert
fullorðinn og langar til þess að taka þátt í skemmtilegu og gefandi starfi, í fallegu um-
hverfi og með góðu fólki þá emm við að leita að þér. Það væri vel þegið ef þú myndir
hafa samband við okkur og fjölbreytt verkefni bíða spennt eftir úrlausnum.
Mögulegt er að aðstoða á fjölbreyttan hátt.
Flokks- eða sveitarstarfið
• Aðstoða við viðburði (hvaða viðburði, hvaða verkefni)
• Útilegur, hellaferðir, gönguferðir, hjólaferðir...
• Aðstoða við dagskrá á flokksfundum
• Akstur, flutningur, matur, dagskrá, fjáröflun, búnaður, kennsla,
ráðgjöf....
Félagseignir, uppbygging og viðhald
• Verkefni tengd skátaheimili
• Verkefni tengd skátaskálum
• Verkefni tengd útivistarsvæði
• Verkefni tengd útbúnaði skátafélags
Félagsstarfið
• Aðstoða við félagsviðburði t.d.skátamót, útilegur, skrúðgöngur o.fl. ofl.
• akstur, flutningur, matur, dagskrá, uppsetning, frágangur,
fjáröflun, búnaður...
• Fjáraflanir
• Samskipti við sveitarstjóm
• Eignastjóm (skátaheimili, skáli, birgðir...)
• Seta í félagsstjóm
• Sveitarforingi
• Ihlaupaforingi