Skátablaðið Faxi - 01.12.2008, Qupperneq 5

Skátablaðið Faxi - 01.12.2008, Qupperneq 5
_________@________ Slcíðaferóalag helgina 17.-20. janúar 2008 Fimmtudagur: Þessi ferð byrjaði með því að við fórum með seinni ferð í Herjólf, Svo þegar við komum til Þorlákshafnar tók Mummi á móti okkur, hann fór með okkur í skátaheimilið á Selfossi sem var mjög gaman. Föstudagur: Við byrjuðum daginn snemma, Mummi kom og náði í okkur og fór með okkur til Hveragerðis þar sem hann átti eftir að pakka niður! Svo fórum við að hitta strákana hans Mumma þá Bjarka, Brynjar, Danna og Atla. Þeir voru mjög hressir og skemmti- legir. Svo var lagt af stað í þessa rosa- legu ferð. Við vorum með svolítið mikið af farangri þannig að það var svolítið þröng í bílum. Sólveig og Guðrún María sátu í skottinu, og það var svo þröngt um þær að þegar allt var tilbúið þá sáu þær ekki hvor aðra fyrir farangri þó þær sætu hlið við hlið, svo ekki sé minnst á það að ekki var búið að þrífa bílinn hans Mumma nýlega þannig að sætin aftur í skotti voru öll útí sandi og það var líka mjög mikil fiskifyla þar. Strákarnir og Bryndís Yr voru á öðr- um bíl og var líka mjög gaman hjá þeiin, þar sem strákarnir þurftu að stoppa á hverri einustu sjoppu til að pissa eða gera eitthvað annað. Þegar komið var til Akureyrar eða EIKEY eins og Mumini orðaði það, þá fórum við í sundlaugina, Erna, Rósa, Bryndís, Atli, Bjarki, Brynjar, Mummi og Guðrún Rós dóttir hans fóru í sund, en Sólveig, Leifa og Guðrún María kíktu í bæinn að skoða. Þegar allir voru búnir í sundi og bæjarferð fórum við út að borða á Greifanum, þegar allir voru orðnir sadd- ir og sælir var ferðinni heitið að finna skálann sem við fengum lánaðan hjá skátafélaginu Klakki. Það var svolítil rússíbani að reyna finna hann en eftir rúman einn og hálfann tíma fundum við hann. Skálinn sem gist var í heitir Valhöll sem er risastór skáli með mjög flott útsýni yfir alla Akureyri og svæðin í kring. Það var eitt herbergi niðri sem Erna, Leifa og Rósa sváfu í, en risa stórt svefnloft fyrir ofann þar sem Danni, Bjarki og Brynjar sváfu öðru megin á og hinum megin sváfu Guðrún María, Sólveig, Bryndís ýr, Atli, Guðrún Rós og Mummi. Um kvöldið þegar allir voru búnir að koma sér fyrir var bara svona kósý kvöld þar sein allir spiluðu saman og Alma, Steinunn og Þóra komu i heim- sókn til okkar. Laugardagur: Vaknað var snemma til að gera sig tilbúin til að fara á skíði, en það tók sinn tíma. Þegar allir voru klárir var ferðinni heitið uppí Hlíðarfjall, Rósa og Leifa fóru á skíði, en Sólveig, Guðrún og Erna fóru á snjóbretti. Strákarnir hans Mumma voru nú það elskulegir að hjálpa Sólveigu og Guðrúnu í byrjun, en þar sem þær voru meira og minna á hausnum alla ferðina!! Eftir skíðin fórum við aftur í sund, og þegar við vorum öll orðin hrein og fín fórum við á Hamborgarabúlluna og fengum okkur að borða. Þegar við vorum orðin södd og sæl fórum við aftur upp í skála þar sem var alveg svakalega gaman þar var spilað og Herdís kom í heimsókn og rændi Rósu. Sunnudagur Lagt var á stað í hádeginu þegar skálinn var orðinn hreinn, en stelpurnar voru svakalega lengi að græja sig svo við misstum næstum því af Herjólfi. Ferðin suður gekk ágætlega nema allir voru að farast úr Harðsperrum!!! En náðum Herjólfi í tæka tíð. Þessi ferð var alveg frábær og okkur hlakkar til að fara aftur svona ferð á næsta ári! Takk kærlega fyrir okkur! Óskum öllum bæjarbúum GLEÐILEGRA JÓLA Þökkum samskiptin á árinu sem er aö líða £ ^ Jaslcignasafa | sMpasafa | Iryggingar cHcimacv ___> pjónustuver /, UQAtuhvaqi 10 | AJmi t+81 11H \ www.hsdmasiq.nid

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.