Skátablaðið Faxi - 01.12.2008, Side 6

Skátablaðið Faxi - 01.12.2008, Side 6
Landsmót2008 Hér verður sögð sagan af landsmóts- förum. Landsmót skáta er haldið ijórða hvert ár og í ár voru því tjögur ár síðan landsmót var haldið síðast. I ár var mótið haldið á útivistasvæði við Akureyri nánara tiltekið á Hömrum. Frá Eyjum fór góður hópur skáta á mótið sem haldið var 22.-29. júlí. Þá hefst ferðasagan Þriðjudaginn hófst langþráð ferðalag þar sem mæting var í Herjólf eld- snemma morguns, var mikill tilhlökkun í faraldsfólkinu og allir búnir að pakka niður kvöldinu áður svo að ekkert gleymdist. Þegar í Þorlákshöfn var komið beið rútan eftir okkur og í henni voru hressir skátar frá Selfossi, eða Fossbúar eins og þeir kalla sig. Skátarnir héðan áttu eftir að deila tjald- búð með þeim um viku tíma. Rútuferðin gekk án allra áfalla og skiluðu skátarnir sér á leiðarenda síðar um daginn og hófst þá vinnan við að koma upp tjöld- um. Það gekk upp og ofan þar sem miklu meiri áhugi var hjá skátunum að fara að sulla í vatninu rétt hjá búðunum en við foringjarnir leyfðum það ekki þann daginn. Mótsetning var haldin hátíðleg þar sem sungnir voru söngvar og kveiktur varðeldur á skemmtilegan hátt, þ.e.a.s. það var búið að hlaða varðeld og eldurinn sem kveikti upp í varðeldinum kom fljúgandi frá fjallinu. Það var alveg svakalega flott að sögn viðstaddra. Farið var snemma að sofa þetta kvöld. Miövikudagurinn þá voru allir vaktir með látum eftir að hafa sofið fyrstu nótt- ina sína. Allir voru vel úthvíldir nema Páll ásamt skátum foringjarnir þeir sváfu víst eitthvað tak- markað vegna kulda. Þessi dagur var frekar langur og erfiður þar sem dagskráin á hálfu mótshaldara var ekki mikill þennan dag og gert er ráð fyrir að skátarnir ynnu í tjaldbúðinni. Vinnan sem fór fram í tjaldbúðinni var sú að búið var til flott hlið, sem allir þeir sem komu inn á svæðið, til að fá sér kakóbolla, urðu að ganga í gegnum síðan var auðvitað var búin til flagg- stöng, þetta árið vorum við ekkert í neinu kappi við önnur félög um að hafa stærstu flagstöngina. Það sem bjargaði deginum hjá skátunum var að þau fengu leyfi til þess að fara út í vatnið sem var við hliðina á tjaldstæðinu og eflaust fóru einhverjir í opnu dagskrána. Um kvöldið var svo svakaleg stemmning þar sem enginn annar en Páll Oskar tryllti lýðinn með söng sínum „Allt fyrir ástina“ á svaka stórdansleik. Farið var inn í tjaldbúð um miðnætti og allir skátar sofnuðu eftir viðburðaríkan dag. Fimmtudagurinn þá lá leið allra skát- anna í bæinn þar sem vatnsíþróttirnar fóru fram þar kepptu flokkarnir í hinum ýmsu leikjum þar á meðal vatnasafaríi, knörr, flekkagerð og vatnsbardaga. Öllum hópunum fannst mjög gaman að fá að sulla í vatni enda alveg svakalega fallegt og gott veður. Við fáum líka sögur hjá flokkunum um hvað þeim fannst skemmtilegt. Föstudagurinn þá heldu skátarnir í Víkingaþorpið þar sem unnin voru ýmis verkefni í jurtasetri, tré- og leður- smiðju, eldsmiðju, járnsmiðju og menn- ingartorgi. Fáum eina sögu frá einhverj- um sem var að vinna að þessu. Torgadagskráin var kvöldvaka þar sem sungnir voru hástöfum skátasöngvar. Laugadagurinn það var dagurinn sem kynning á heimabyggð fór fram, þar kynntum við eldíjöllin, lundapysju- veiðar, eftirsóttan tíma hér fyrir börn, síðan buðum við upp á fiskibollur frá Grími og líka var boðið upp á lunda- veiði þar sem við vorum með lundaháfa. Fólk gat fangað lundabangsana okkar í háf, mikið var hlegið af því, en lundinn er ekki á hverju strái fyrir norðan. Önnur félög buðu upp á allskonar viðburði þar sem kynning var á þeirra heimabæjum, en með því flottasta fannst okkur var það sem við sáum hjá Hvergerðingum eða Strók eins og skátafélagið þar kallar sig, þau voru með jarðskjálftahermi til þess að sýna Páll Óskar skemmti á Landsmótinu

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.