Skátablaðið Faxi - 01.12.2008, Side 11

Skátablaðið Faxi - 01.12.2008, Side 11
fróðlegt og skemmtilegt. Takk fyrir okkur. Fálkaskátar á fímmtudögum Við í fimmtudagshópnum erum 9-11 ára og höfum einnig verið að innrétta herbergi og mála í allan vetur, en það sem við ætlum að gera eftir áramót er að fara í skátaútilegu þar sem við höfum því miður ekki farið í fyrr. En það er búið að vera mjög gaman hjá okkur og ætlum við að hafa en skemmtilegra eftir áramót. í þessari sveit eru þrír skátaflokkar og þeir eru: Skrúfurnar Við heitum skrúfurnar og við erum 9 sætar stelpur við erum 9-10 ára gamlar, við eigum fallegasta og kosýasta her- bergið sem er Qólublátt á litinn. Við völdum litin á það sjálfar. Við deildum herbergi með Flækjunum og okkur finnst mjög gaman í skátunum útaf því þar kynnist maður nýjum og hressum og skemmtilegum krökkum. Við lærum leiki og lærum margt nýtt. En við ætlum að fara í útilegu og gera eitthvað skemmtilegt og það ættu allir að vera í skátunum. Skátakveðja, Skrúfurnar Jóhanna, Sigþóra, Margrét Júlía, Rúna Dís, Eva, Bella, Sirrý, Aldís og Kristín Örninn Við höfum verið að mála, og undirbúa herbergið okkar fyrir málningu, svo höfum við þurft að hlaupa út í Húsasmiðju og kaupa meiri málningu og vera á undan hinum flokkunum að hlaupa þangað. En það sem okkur langar að gera eftir áramót er að fara í sund, tálga, fara í úti- legu, klettaklifur, síga, spranga, báts- ferð, hjólaferð og göngu. Við vonum að við getum gert alla þessa hluti eftir áramót. Skátakveðja, Örninn Haukur og Friðrik Agúst Súperskátar Við erum búin að gera heilan helling á árinu. Við fórum á Landsmót skáta á Akureyri og þurftum við að keyra í 6 klukkutíma sem var ekki gaman. í sumum tjöldum sem Faxi átti voru kóngulær. Við súrruðum upp í Skátastykki þar sem við súrruðum rólu en við byrjuðum á að æfa okkur að súrra inni með grillpinnum. En við fengum að mála herbergið okkar og við máluðum það Lime grænt. Skátakveðja, Súperskátar Jóna María, Didda og Asa Súparskátar Gleymerey SOS

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.