Skátablaðið Faxi - 01.12.2008, Qupperneq 7
Hörður og Rikki
skátum um allan heim hvernig var að
upplifa jarðskjálftann sem var fyrr í
sumar.
Um kvöldið var svo aðalvarðeldurinn
þar sem sungnir voru hástöfum skáta-
söngvar en brekkan var þétt setinn af
fólki, því á kynningardaginn kom mikið
af fólki víðsvegar að á mótsvæðið til að
kynna sér skátamenninguna. Eftir
nokkra söngva tók við svakalegur
dansleikur þar sem allir dönsuðu fram
eftir kvöldi.
Sunnudagurinn þá áttum við aftur leið
um Akureyri þar sem að skátarnir nutu
þess að vera í sundi ásamt annarri
dagskrá sem var Gásir, Víkinga-
ljársjóður og Radíóskátar. Fá kannski
einhvern krakka til að segja mér frá
þessum degi. Endaði svo á því að allir
fengu Brynjuís og var mikill gleði yfir
því.
Torgadagskrá um kvöldið.
Mánudagurinn allir skátarnir héldu þá
Keppni skipulögð
í dagskrá sem hét áskorunarhólmi, fór til
fjalla og för til sveita.
Síðan var gengið frá nokkrum tjöldum
þar sem við ætluðum að Ieggja mjög
snemma af stað daginn eftir, til að ná
þjóðvegi okkar eyjamanna heim um
kvöldið. Þegar búið var að ganga frá því
sem átti að ganga frá um kvöldið,
kveiktum við á nokkrum kertum og
hituðum okkur sykurpúða.
Við enduðum á því að gera svakalegt
prakkarastrik, við ætluðum að láta
friðarkerti fljóta á vatninu. Þetta vakti
mikla kátínu meðal skátanna og sérstak-
lega skemmtu þeir sér yfir því að for-
ingjarnir áttu upptökin að einhverju sem
mátti ekki.
Þriðjudagurinn það var lagt snemma í
hann til að ná skipinu um kvöldið, sem-
sagt það var klárað að pakka niður því
sem átti eftir að pakka. Rútan kom
snemma um morgunninn og allir voru
komnir inn í rútuna um klukkan 10 og
þá var lagt í hann. Það var stoppað í
Staðarskála og fengu allir að borða nesti
en við tókum svakalega mikið nesti
með okkur. 1 Þorlákshöfn komum við á
undan skipinu og ákváðum því bara að
við skildum fá okkur meira að borða.
Þegar í Herjólf var komið fóru flest allir
niður í koju og úr kojunum heyrðust
miklar hrotur enda allir svakalega
þreyttir eftir langt og
skemmtilegt mót.
Lýsing flokkanna
á landsmótinu
Eldirígar
I vatnasafaríinu
var gaman því að þar
var þrautabraut
Margrét og Sigþóra
komust lengst.
knörrinn fórum við
sama dag og var líka
gaman þar við fórum
á kajak hjá honum
Mumma. I víkinga-
þorpinu var gaman því að við fórum í
jurtasetrið þar gerðum við hóstatöflu,
jurtate, vinabönd ogjurtakrem. I tré- og
leðursmiðjunni fengum við að gera
hálsmenn, blýant og fullt af skemmti-
legum hlutum.
I radíóskátum bjuggum við til
landsmótsljós. I áskorun á hólmi var
geðveikt því þar var hægt að fara í kas-
saklifur og fótboltaspil. Svo var líka
leðjubolti.
í fjör til fjalla var gaman þar bjuggum
við til körfur og áttum að finna okkur
göngustaf og týna ber í poka og þar var
líka mjög skrítið klósett því það var opið
öðrum megin. Svo hlupum svo niður
meðfram læknurn.
Á landsmótinu gistum við í tjöldum
og á sama stað gistu Fossbúar og við
skemmtum okkur voðalega vel.
Skátakveðja
Margrét Júlía og Sigþóra.
Vatnaliljur
Við fórum í vatnsbardaga og það var
mjög gaman. Svo fórum við í járn-
smiðju og það var mjög gaman og við
gerðum margt mjög skemmtilegt. Svo
fórum við í sund og það er sko svaka-
lega flott rennibraut í sundlaug
Akureyrar.
Svo áttum við að fara í för til sveita en
við slepptum því og fórum í för til fjalla
Hörður, Margrét, Rikki og Guðrún Rósa