Skátablaðið Faxi - 01.12.2008, Page 9

Skátablaðið Faxi - 01.12.2008, Page 9
lltilega sem var farin þann 10.-12. október Við mættum kl. 6 upp í Skátastykki hress og kát og tilbúin fyrir útileguna. Þá voru okkur kynntar reglur útilegunn- ar. Utilegan gekk út á það að við fengum pening í upphafi og áttum aðeins að kaupa það sem við nauðsynlega þyrfitum á að halda og var verið að kenna okkur að hætta taka allan óþarfa með okkur í útilegur. Við þurftum að borga fyrir allan matinn sem við fengum og mataráhöldin og allt svo leiðis. Fyrsta verkefnið okkar var að koma okkur fyrir og borða kvöldmatinn. Svo var haldin skemmtileg kvöldvaka þar sem við sungum hátt og mikið. En þegar fór að líða á kvöldvökuna kom Erna og sagði að Rósa hefði horfið á leiðinni upp í stykki og fórum við þá öll út í einum grænum. Þegar við komum út beið eftir okkur umslag sem á stóð að Rósu hefði verið rænt og þyrftum við að borga 50 kr. fyrir hverjar 10 mínútur sem við vorum að leita og 500 kr. til þess að leysa hana úr haldi. Það tók okkur smá tíma að finna hana og voru sumir orðnir frekar hræddir en sem betur fer fundum við Rósu hjá ræningjanum heila að húfi. Þá var flestum orðið frekar kalt og við fórum inn og svo fljótlega að sofa eftir það. Við vöknuðum kl. 8 laugar- dagsmorguninn og fórum fljótlega út í ratleik. I leiknum löbbuðum við niðrí klauf og leistum ýmis verkefni á leið- inni þangað, og svo aðeins til þess að njóta útsýnisins fyrst við vorum komin svona langt þá löbbuðum við upp á Stórhöfða. Þegar við komum til baka kveiktum við eld og grilluðum pylsur, hike brauð og sykurpúða í efltirrétt. Eftir þennan skemmtilega hádegismat fórum við í sund og skemmtum okkur konung- lega þar. Þegar við komum niðrí skátaheimili fengum við bakarísmat frá Arnóri Bakara. Við fengum svo að tálga og sumir fóru í að undirbúa pizzuna sem við bökuðum í kvöldmat sem var rosa- lega skemmtilegt. Efltir matinn var haldin svakalega skemmtileg kvöldvaka og var hver hópur með leikrit og sungum við mikið. Þegar það var búið var búin kosý að- staða með dýnum á gólfinu fyrir framan sjónvarpið og horfum við á mynd og fengum nammi og gos með, það var það rosalega skemmtilegt. Eftir myndina fengum við aðeins að flflast í skáta- heimilinu og fórum við svo að sofa glöð og sæl með kvöldið. Um morguninn var allsherjar tiltekt og frágangur í skátaheimilinu og fóru við svo heim þreytt og glöð um hádegið eftir skemmtilega útilegu. Skátakveðjur Flækjurnar, S.O.S, Stelpurnar og Gleimereyarnar. Hörður, Rikki og Hjálmar Valbjörg og Inga Lára

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.