Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2018, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 03.01.2018, Qupperneq 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 FrÍtt Fréttablaðið í dag sKoðun Friðrik Már Guðmunds- son vill réttar upplýsingar á borðið. 11 sport Handboltalandsliðið mætir Japönum í kvöld í sínum síðasta leik fyrir EM í hand- knattleit. 18 Ókeypis kynningartími fyrir ungt fólk Ókeypis kynningartími • 9. janúar skráning á dale.is Copyright © 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved. GEN_Ad_121817_iceland HM 2018 „Miðað við þær umsóknir sem eru komnar er líklegt að kvót- inn bara dugi okkur,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, um eftirspurn hjá Íslendingum eftir miðum á leiki Íslands á HM í knatt- spyrnu. Stuðningsmenn Íslands fá átta prósent af miðum sem fara í almenna sölu úthlutuð. Skotið hefur verið á að það geti þýtt að miðar eyrnamerktir Íslendingum verði um 3.200 talsins á hvern leik Íslands. Klara hefur greint frá því að Knattspyrnusambandið hafi farið þess á leit við FIFA að fá fleiri miða fyrir Íslendinga. Hún viðurkennir að vera hóflega bjartsýn. „Þeir lofuðu að skoða málið,“ segir hún um fund sem hún átti með fulltrúum FIFA um annað málefni í desember. Ósk KSÍ um fleiri miða á EM í Frakklandi skilaði á endanum árangri en Klara segir málið hafa tekið margar u-beygjur áður en fleiri miðar fengust. Klara segir aðspurð að ekki sé útlit fyrir að miðafjöldi verði vandamál í öðrum og þriðja leik Íslands á mótinu. „Miðað við þær upplýsingar sem koma frá FIFA þá er þetta vandamál í fyrsta leiknum. Hinir tveir leikirnir í riðlinum eru ekki vandamál,“ segir hún en Ísland leikur fyrst við Argentínu, þá Níger- íu og loks Króatíu. Flestir hafi sótt um miða á fyrsta leikinn, svo annan en fæstir á þriðja leikinn. Þetta bendir til þess að eftir- spurnin sé minni en sem nemur þeim 3.200 miðum sem áætlað hefur verið að Íslendingum séu eyrnamerktir. Klara bendir í því samhengi á að nokkuð virðist um að Íslendingar hafi fengið miða á fyrri stigum miðasölunnar. Hægt er að sækja um miða til 31. janúar. – bg Nóg af miðum á leikina við Nígeríu og Króatíu FIFA gerir ekki ráð fyrir að Íslendingar klári þá miða sem ætlaðir eru stuðnings- mönnum liðsins á HM. Eftirspurnin er langmest á fyrsta leikinn í Moskvu. Eftirspurnin virðist vera minni en sem nemur þeim 3.200 miðum sem ætlaðir eru Íslendingum. KjaraMál Hjúkrunarfræðingar á Akureyri eru verr launaðir en hjúkr- unarfræðingar við Landspítalann í Reykjavík. Munurinn nemur um sex til átta prósentum. Hildigunnur Svavarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkra- húsinu á Akureyri (SAK), segir stofnunina ekki vera samkeppnis- hæfa um laun eins og staðan er núna. „Við höfum brugðist við kalli um að bæta við auka höndum vegna álags og því farið þá leið að ráða fleiri og ekki fylgja launaþróun- inni,“ segir Hildigunnur. Hún segir SAk þurfa á annað hundrað millj- ónir króna til að laga launabilið milli stofnananna. „Þetta er algjörlega ótækt,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. „Ríkis- stofnanir hér á landi eiga að búa við jafnræði óháð staðsetningu.“ – sa / sjá síðu 8 Á verri launum en kollegarnir í höfuðborginni lÍFið Rögnvaldur Skúli Árnason fékk nokkra daga til að fullkomna mál- verkið sem var á allra vörum um áramótin. 24 plús sérblað l FólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Landsmenn hafa verið gladdir af óvenju stórum mána í upphafi árs. Fullt tungl var aðfaranótt gærdagsins en þar var á ferðinni svokallaður ofurmáni. Slíkt fyrirbæri orsakast af sporöskju- laga braut tunglsins um jörðina og myndast þegar tunglið er eins nálægt plánetunni og það verður. Næsta jarðnánd tunglsins er í næsta jólamánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 0 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E A 1 -8 C E 8 1 E A 1 -8 B A C 1 E A 1 -8 A 7 0 1 E A 1 -8 9 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.